Fara í efni

Með tónlistar- og myndlistargen í blóðinu

Axel Flóvent Davíðsson.
Axel Flóvent Davíðsson.
Húsvíkingurinn Axel Flóvent Davíðsson stundar nám á myndlistarkjörsviði á listnámsbraut VMA. Auk áhuga á myndlist á tónlistin hug hans allan. Hann hefur samið tónlist síðan hann var tíu ára og nú er hann tilbúinn með efni á disk, sem er verið að hljóðblanda. En það vantar útgefanda. Tónlistarhæfileikarnir í fjölskyldu Axels eru ótvívæðir því enginn annar en Ásgeir Trausti er móðurbróðir hans.

Húsvíkingurinn Axel Flóvent Davíðsson stundar nám á myndlistarkjörsviði á listnámsbraut VMA. Auk áhuga á myndlist á tónlistin hug hans allan. Hann hefur samið tónlist síðan hann var tíu ára og nú er hann tilbúinn með efni á disk, sem er verið að hljóðblanda. En það vantar útgefanda. Tónlistarhæfileikarnir í fjölskyldu Axels eru ótvívæðir því enginn annar en Ásgeir Trausti er móðurbróðir hans.

„Ég tók fyrsta árið í framhaldsskóla á Húsavík en hóf nám á listnámsbraut VMA fyrri rúmu ári síðan og er því nú á öðru ári þar,“ segir Axel Flóvent.

Tíu ára gamall flutti hann með fjölskyldu sinni til Danmerkur og þar fór hann fyrst að þreifa sig áfram með að semja tónlist – hann semur bæði lög og texta. Eftir að hann sneri aftur heim þremur árum síðar lærði hann grunninn á klassískan gítar.

„Ég keypti mér síðan upptökubúnað árið 2009 og síðan hef ég tekið upp tónlistina mína,“ segir Axel Flóvent og bætir við að í flestum frístundum sínum sé hann með gítarinn á lofti og stöðugt verði til ný lög. Frá því hann hóf fyrst að semja tónlist hafi þó orðið mikið þróun og breyting á tónlistinni hans.

Svo skemmtilega vill til að Ásgeir Trausti, sem svo eftirminnilega sló í gegn með sinni fyrstu sólóplötu í fyrra, er náskyldur Axel, sem sagt móðurbróðir hans. Það eru því augljóslega mikil og sterk tónlistargen í fjölskyldunni. Auk þess hefur eldri bróðir Axels, Þórir Georg, samið og gefið út tónlist.

Axel Flóvent upplýsir að hann sé nú búinn að taka upp efni á sína fyrstu plötu og Þórir Georg, bróðir hans, sé einmitt að hljóðblanda það og ganga frá til útgáfu. Hins vegar vanti ennþá útgefanda til þess að koma efninu á framfæri. Eitt laganna á plötunni er lagið Sea Creature þar sem Axel spilar bæði og syngur. Þetta lag, sem Axel samdi og tók upp sl. sumar, og fleiri laga hans er að finna á Youtube.