Fara í efni

Með prjónana og heklunálina á lofti

Karen Malmquist leiðbeinir nemendum í hekli.
Karen Malmquist leiðbeinir nemendum í hekli.
Í VMA geta nemendur á listnámsbraut og starfsbraut lært að prjóna og hekla og einnig er boðið upp á sambærilegan valáfanga. Karen Malmquist, einn kennaranna sem kennir þessa áfanga, segir að tilgangurinn með þeim sé að gera nemendur sjálfbjarga við að prjóna og hekla.

Í VMA geta nemendur á listnámsbraut og starfsbraut lært að prjóna og hekla og einnig er boðið upp á sambærilegan valáfanga. Karen Malmquist, einn kennaranna sem kennir þessa áfanga, segir að tilgangurinn með þeim sé að gera nemendur sjálfbjarga við að prjóna og hekla.

Karen segir að bakgrunnur nemenda í prjóni og hekli sé afar mismunandi. Sumir hafi lært grunnatriðin í grunnskóla, aðrir ekki. Og margir þeirra sem hafi lært undirstöðuatriðin í grunnskóla hafi ekki viðhaldið þekkingunni og finnist því kærkomið að fá þetta tækifæri til þess að rifja þetta upp.

Karen Malmquist hefur kennt prjón undanfarin ár í VMA en fyrst og fremst er hún ensku- og sundkennari og einnig hefur hún kennt þýsku. Síðasta skólaár var Karen í námsleyfi og nýtti fyrri hluta þess, frá ágúst 2012 til jóla, til þess að leggja frekari rækt við handavinnuáhugann, sem hún hefur haft frá barnæsku. Hún settist á skólabekk í Skals – höjskolen for design og håndarbejde á Norður-Jótlandi í Danmörku. „Ég bjó þarna á heimavist og námsdvölin var í alla staði einstaklega skemmtileg og fræðandi. Það var gaman að kynnast ýmsu nýju og sérstaklega kveikti námið áhuga minn á útsaum. Einnig lærði ég vefnað og þó svo að ég hafi saumað lengi lærði ég margt nýtt í fatasaum. Það var einstaklega gaman að vera þarna í hópi elstu nemandanna og vinna með þessu unga fólki, það var mjög gefandi,“ segir Karen og leitast við að miðla ýmsu sem hún lærði í Danmörku til nemenda sinna í VMA. 

Hér má sjá myndir sem voru teknar í valáfanga þar sem Karen er að leiðbeina nemendum í prjóni og hekli.