Fara í efni  

Međ mörg járn í eldinum

Međ mörg járn í eldinum
Anna Kristjana Helgadóttir.

Í verknámsblađinu 2020, sem kom út í mars sl., er stutt viđtal viđ Önnu Kristjönu Helgadóttur, nemanda í grunndeild rafiđna í VMA. Auk námsins hefur Anna Kristjana veriđ afar virk í félagsstarfi í skólanum, hún tekur ríkan ţátt í starfi Skátafélagsins Klakks á Akureyri, situr í ungmennaráđi heimsmarkmiđa Sameinuđu ţjóđanna á Íslandi og yrkir ljóđ og skrifar smásögur ţegar tími gefst til.

Ţegar Anna Kristjana er spurđ hvernig hún komi ţessu öllu heim og saman segist hún einfaldlega ţurfa ađ hafa alltaf eitthvađ ađ gera og lykilatriđiđ sé ađ skipuleggja sig vel. Ţannig gangi ţetta upp.

Rafmagniđ heillar

Á fyrstu önn náms í VMA var Anna Kristjana í grunndeild matvćlabrautar, var síđan í eina önn á náttúrufrćđibraut en lýkur í vor grunndeild rafiđna og stefnir á nám í rafeindavirkjun nćsta haust. „Ţegar ég var á matvćlabrautinni kynntist ég krökkum sem voru í grunndeild rafiđna. Í eyđum í stundaskránni fór ég međ ţeim í tíma í grunndeild rafiđna og ţađ kveikti áhuga minn. Ég ákvađ ţví ađ fćra mig yfir í rafmagniđ og sé ekki eftir ţví. Ég hef alltaf haft gaman ađ stćrđfrćđi og á fyrstu önninni í grunndeildinni vorum viđ mikiđ í formúlum og slíku í rafmagnsfrćđinni. En ţetta hefur bara orđiđ skemmtilegra og skemmtilegra eftir ţví sem liđiđ hefur á námiđ og ég hlakka til ađ byrja í rafeindavirkjuninni í haust,“ segir Anna Kristjana.

Á kafi í félagslífinu

Ţetta er annar veturinn sem Anna Kristjana situr í stjórn nemendafélags VMA – Ţórdunu og ţar er ađ sjálfsögđu í mörg horn ađ líta og nóg ađ gera. Hún var í Gettu betur liđi VMA í vetur og er einnig í Tćkniráđi Ţórdunu, sem hefur haft á sinni könnu ađ halda utan um tćknimál vegna viđburđa í skólanum. Sem hluti af Tćkniráđinu kom hún ađ hljóđ- og ljósvinnslu í uppfćrslu Leikfélags VMA á leikritinu Tröllum sem sýnt var í Menningarhúsinu Hofi í febrúar.

Anna Kristjana segist yrkja og skrifa ţegar tími gefist til á veturna en mest skrifi hún á sumrin. Áriđ 2018 sigrađi hún Ungskáld, sem er árleg ritlistasamkeppni ungs fólks á aldrinum 16 til 25 ára í Eyjafirđi og Ţingeyjarsýslum, og voru verk Önnu Kristjönu í tveimur efstu sćtunum.

Í ungmennaráđi heimsmarkmiđa SŢ

Í vetur hefur Anna Kristjana setiđ í ungmennaráđi heimsmarkmiđa Sameinuđu ţjóđanna á Íslandi. Hún sótti um ađ sitja í ráđinu til eins árs og var ein tólf ungmenna af öllu landinu sem voru valin af hundrađ og áttatíu umsćkjendum. Á starfsárinu hittist ráđiđ á sex fundum, einn ţeirra er međ ríkisstjórn Íslands, og fer yfir ýmis mál međ fólki úr stjórnkerfinu, međ ţađ ađ markmiđi ađ styrkja stöđu barna og unglinga í samfélaginu. Á fundi ungmennaráđs í janúar sl. var fundađ í mennta- og menningarmálaráđuneytinu og rćtt um menntamál frá ýmsum hliđum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00