Fara í efni  

Međ hendur í hári í Ţrándheimi

Međ hendur í hári í Ţrándheimi
Ólöf Ásta, Valdís og Arnheiđur Sigrún.

Ţrír nemendur á hársnyrtibraut, Arnheiđur Sigrún Gísladóttir, Valdís Jósefsdóttir og Ólöf Ásta Kristjánsdóttir, fóru til Ţrándheims í Noregi fyrr í ţessum mánuđi ásamt Hildi Salínu Ćvarsdóttur brautarstjóra til ţess ađ kynna sér ađstćđur ţar í ţeim tilgangi ađ taka mögulega starfsnám sitt ţar. Voru ţćr ytra í fimm daga og ţar af unnu ţćr hver á sinni hárgreiđslustofunni í ţrjá daga.

Á undanförnum árum hefur komist á gott samstarf milli VMA og fjölgreinaskólans í Charlottenlund í Ţrándheimi og međal ţeirra möguleika sem hafa opnast er ađ nemendur á hársnyrtibraut taki starfsnám sitt á hárgreiđslustofum í Ţrándheimi, sem kemur sér vel ţví í mörgum tilfellum hefur reynst erfitt fyrir nemendur ađ komast á námssamninga og ljúka náminu. Nú ţegar hefur einn nemandi fariđ frá VMA til Ţrándheims, Dagný Hrund Björnsdóttir, og hefur hún starfađ ţar síđan í byrjun september sl. Gengur ţađ í alla stađi vel.

Verkmenntaskólinn fékk á síđasta ári svokallađan Erasmus + styrk sem opnađi á ţann möguleika ađ nemendur í verknámi í VMA geti tekiđ verknám sitt erlendis. Dagný Hrund var fyrst til ţess ađ fá stuđning af ţessum Erasmus + styrk vegna starfsnámsins í Ţrándheimi.

Ţćr Arnheiđur, Valdís og Ólöf Ásta voru hćstánćgđar međ ferđina til Ţrándheims og sögđust hafa fengiđ góđar móttökur á ţeim stofum sem ţćr störfuđu. Ţćr gengu ţar í hin daglegu störf og fengu líka módel á stofurnar til ţess ađ spreyta sig á og sýna fram á hvađ ţćr kynnu. Ţćr stöllur eru núna á fjórđu af fimm skólaönnum en auk skólatímans ţurfa ţćr ađ vinna á stofu í 72 vikur. Ţćr eru sammála um ađ íslenskir hárgreiđslunemar standist fyllilega samanburđ viđ nemendur í Noregi.

En ţá er ţađ spurningin, eru ţćr á leiđ til Ţrándheims? Ţćr segja ţađ koma vel til greina ef takist ađ hnýta alla lausa enda. Starfsumhverfiđ sé áhugavert, stressiđ minna en ţćr upplifi hér og ţarna gefist prýđilegt tćkifćri til ţess ađ víkka út sjóndeildarhringinn og lćra norsku. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00