Fara í efni

Með hárblásarann á lofti

Með blásarann á lofti í rými hársnyrtibrautar.
Með blásarann á lofti í rými hársnyrtibrautar.

Eðli málsins samkvæmt er töluverður hluti af hársnyrtináminu í VMA verklegur og er leitast við að þjálfa nemendur sem best á öllum sviðum - hvort sem er í herra- eða dömuklippingum eða öðru sem viðkemur snyrtingu á hári. Í gær voru nemendur á fjórðu önn að þjálfa sig í hárblæstri undir handleiðslu Hildar Salínu Ævarsdóttur, sem hluta af áfanganum PEM 403. Einbeitingin skein úr andlitum nemendanna, sem eru ellefu á fjórðu önn (af fimm önnum), en tveir þeirra voru forfallaðir í gær. 

Ein af grunnforsendunum fyrir þjálfun nemendanna er að fá módel og það hefur almennt gengið vel og er ástæða til þess að þakka þeim sérstaklega fyrir að gefa nemendum kost á að þjálfa sig á þeim.

Þessar myndir voru teknar í gær þegar nemendur voru að æfa sig með hárblásarana á módelunum sínum.