Mars Baldurs er Ungskáld 2025
Mars Baldurs hlaut fyrstu verðlaun í ritlistakeppni Ungskálda árið 2005. Frá þessu var greint við hátíðlega athöfn á Amtsbókasafninu sl. laugardag. Verðlaunin hlaut Mars Baldurs fyrir verkið „Svefn“. Í öðru sæti var Sólveig Lára Skarphéðinsdóttir fyrir verkið „Heilaþoka “ og í þriðja sæti var Eyrún Lilja Aradóttir fyrir verkið „23“.
Þess má til gamans geta að öll hafa þau unnið ritlistakeppni Ungskálda áður. Sigurvegarinn, Mars Baldurs, brautskráðist frá VMA vorið 2023.
Í ritlistakeppni Ungskálda í ár bárust 43 verk frá 23 höfundum og voru þau afar fjölbreytt, allt frá stuttum ljóðum og prósum til rúmlega 100 blaðsíðna barnabókar og myndasögu.
Í dómnefndinni voru Arnar Arngrímsson, rithöfundur, Rakel Hinriksdóttir, listamaður og skáld, og Vilhjálmur B. Bragason, leikskáld og textasmiður.
Að Ungskáldaverkefninu standa Amtsbókasafnið á Akureyri, Ungmennahúsið í Rósenborg, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri og Atvinnu, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og Akureyrarbæ.