Fara í efni

Margir nemendur VMA á leið í göngur

Fé verður smalað á öllu Norðurlandi í vikunni.
Fé verður smalað á öllu Norðurlandi í vikunni.
Margir nemendur VMA, fyrst og fremst þeir sem búa í sveitum á Norðurlandi, hafa fengið leyfi frá skólayfirvöldum til þess að fara til síns heima og taka þátt í að smala afréttarlönd en eins og fram hefur komið hefur göngum víða á Norðurlandi verið flýtt vegna slæmrar veðurspár á föstudag og laugardag. Á sumum svæðum hófust göngur í gær, á öðrum svæðum fara gangnamenn af stað í dag og á enn öðrum svæðum verður smalað á morgun.

Margir nemendur VMA, fyrst og fremst þeir sem búa í sveitum á Norðurlandi, hafa fengið leyfi frá skólayfirvöldum til þess að fara til síns heima og taka þátt í að smala afréttarlönd en eins og fram hefur komið hefur göngum á Norðurlandi víðast hvar verið flýtt vegna slæmrar veðurspár á föstudag og laugardag. Á sumum svæðum hófust göngur í gær, á öðrum svæðum fara gangnamenn af stað í dag og enn öðrum svæðum verður smalað á morgun. 

"Við höfum fúslega veitt þeim nemendum sem þess óska leyfi til þess að fara heim og taka þátt í göngum. Það er meira en sjálfsagt mál þegar svona stendur á. Þetta er kapphlaup við tímann og því er mikilvægt að allir geti lagt sitt af mörkum," segir Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA. Hún segir að flestir þessara nemenda hafi í gær óskað eftir leyfi til þess að fara heim í göngur og hún viti til þess að sumir fari strax í dag í göngur en aðrir á morgun, fimmtudag. Þá hafi nokkrir starfsmenn skólans sömuleiðis fengið leyfi til þess að fara í göngur. 

"Eftir hretið í fyrra fékk hópur nemenda hér leyfi til þess að leggja bændum lið í að leita af fé, meðal annars vélstjórnarnemendur. Við veitum nemendum að sjálfsögðu leyfi til þess að taka þátt í göngum núna, enda eru það beinlínis tilmæli frá Almannavörnum að atvinnurekendur veiti starfsmönnum sínum sem þess óska leyfi til þess að leggja bændum lið," segir Sigríður Huld.