Fara í efni

Málþing um samvinnu atvinnulífs og skóla í málm- og véltæknigreinum

Fjörugar umræður fóru fram á málþínginu
Fjörugar umræður fóru fram á málþínginu
Mánudaginn 17. september var haldið málþing um samvinnu atvinnulífs og skóla á sviði málm- og véltæknigreina. Var þingið haldið í tengslum við vikulanga dagskrá á þessu sviði sem lesa má um í annarri frétt hér á síðunni. Málþingið var mjög gagnlegt og sóttu það yfir 70 manns. Það var stutt og laggott og stefnt er að því að halda áfram á þessari braut. Í lok þingsins var stofnað fagráð skóla og atvinnulífs um framgang málm- og véltæknigreina.

Mánudaginn 17. september var haldið málþing um samvinnu atvinnulífs og skóla á sviði málm- og véltæknigreina. Var þingið haldið í tengslum við vikulanga dagskrá á þessu sviði sem lesa má um í annarri frétt hér á síðunni. Málþingið var mjög gagnlegt og sóttu það yfir 70 manns. Það var stutt og laggott og stefnt er að því að halda áfram á þessari braut. Í lok þingsins var stofnað fagráð skóla og atvinnulífs um framgang málm- og véltæknigreina.

Meðal niðurstaðna að loknum framsögum og fjörugum umræðum var eftirfarandi:
Skýr skilaboð úr atvinnulífinu til skólans að efla beri samstarf og samskipti atvinnulífs og skóla.

Að koma beri á tækninámi á háskólastigi á svæðinu, til dæmis á sviði vélaverkfræði eða -tæknifræði og í mekatrónik. Slíkt nám myndi styrkja hátækniiðnað á svæðinu og fjölga spennandi atvinnutækifærum. VMA er þegar farinn að bjóða upp á námsáfanga af þessu tagi og stefnt er að því að tengja mekatrónik námi í raf- og rafeindavirkun og vélstjórn.

Allir fundarmenn voru á einu máli um að kynna bæri nám og atvinnutækifæri í tæknigreinum vel fyrir nemendum í efstu bekkjum grunnskóla.

Málþing
Fjörugar umræður fóru fram á málþinginu. Fv. Ólöf Ýr Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Vélfags í Ólafsfirði, Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, J. Snæfríður Einarsdóttir, vélstjóri og háskólanemi og Ingimar Árnason, kennslustjóri fjarnáms og vélstjórnarkennari.