Fara í efni

Lokaverkefni vélstjórnarnema kynnt í dag

Kynning á lokaverkefnunum verður í Gryfjunni.
Kynning á lokaverkefnunum verður í Gryfjunni.
Í dag, föstudaginn 26. apríl, kynna útskriftarnemendur á vélstjórnarbraut VMA lokaverkefni sín í Gryfjunni kl. 14.00. Um er að ræða sjö verkefni - fimm þeirra eru unnin af tveimur nemendum en tvö eru einstaklingsverkefni. Áætlað er að hver kynning taki um 10 mínútur. Allir eru velkomnir.

Í dag, föstudaginn 26. apríl, kynna útskriftarnemendur á vélstjórnarbraut VMA lokaverkefni sín í Gryfjunni kl. 14.00. Um er að ræða sjö verkefni - fimm þeirra eru unnin af tveimur nemendum en tvö eru einstaklingsverkefni.  Áætlað er að hver kynning taki um 10 mínútur. Allir eru velkomnir.

Tólf nemendur eru í þessum lokaverkefnisáfanga og sem fyrr segir eru verkefnin sjö talsins. Þau eru afar fjölbreytt. Nú þegar hefur verið greint opinberlega frá einu þeirra, sem er próteinskilja, sem skilur prótein úr affallsvatni frá rækjuvinnslum og hefur það verkefni vakið verðskuldaða athygli.