Fara í efni

Lokaverkefni í vélstjórn kynnt 6. maí

Næsta mánudag þann 6. maí munu nemendur sem unnið hafa lokaverkefni í vélstjórn hér í VMA kynna verkefni sín. Kynningin er haldin í Gryfju VMA og byrjar klukkan 15:00. Verkefnin eru af ýmsum toga.

  • 1. Úrhleypibúnaður fyrir stórsekki .
  • 2. Hönnun á uppsetningu þjarks til framleiðslu á brettum.
  • 3. Rafdrifin búnaður til hreinsunar á fiðri af villibráð.
  • 4. Áhrif stútbreytingar á Pelton túrbínu í VMA.
  • 5. Sjálfvirk skömmtun á kælimottum við pökkun á ferskum fiski.
  • 6. hraðslökunarbúnaður fyrir færibandareimar fyrir matvælaiðnað.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.