Fara í efni  

Lofa fjörugri og skemmtilegri sýningu

Lofa fjörugri og skemmtilegri sýningu
Frá ćfingu á Bugsý Malón í síđustu viku í Hofi.

„Ţetta er sannarlega stór og viđamikil sýning. Ţegar mest er eru hátt í ţrjátíu manns á sviđinu í Hofi. Ég lofa myndrćnni, fjörugri og skemmtilegri sýningu sem hefur ţann bođskap ađ glćpir borga sig ekki,“ segir Gunnar Björn Guđmundsson, leikstjóri uppfćrslu Leikfélags VMA á söngleiknum Bugsý Malón sem verđur frumsýndur í Hofi nk. föstudagskvöld, 8. febrúar.

Verkiđ hefur veriđ í ćfingu síđan í október og ţađ hefur sannarlega veriđ í mörg horn ađ líta ađ sauma ţetta allt saman. Gunnar Björn segir ađ ţegar um er ađ rćđa svo fjölmenna sýningu međ dönsum og söngvum ţurfi skipulagiđ á ćfingaferlinu ađ vera gott. „Ţegar nokkrir dagar eru í frumsýningu er ég mjög sáttur viđ stöđu mála. Ţetta er algjörlega á áćtlun, hópurinn er agađur og einbeittur á verkefniđ. Í sýningunni koma fram fjölmargir afar hćfileikaríkir krakkar. Sumir ţeirra hafa veriđ međ í fyrri uppfćrslum Leikfélags VMA en meirihluti ţeirra sem eru á sviđinu eru í sinni fyrstu uppfćrslu hjá félaginu. Einn leikaranna í sýningunni hefur veriđ ađ leika ađ undanförnu í Línu langsokk hjá Freyvangsleikhúsinu sem ég leikstýrđi einnig.“

Gunnar Björn er vissulega enginn nýgrćđingur á ţessu sviđi,hann hefur starfađ meira og minna viđ leikstjórn í meira en tuttugu ár. Gunnari Birni telst til ađ Bugsý Malón sé ţrítugasta og fyrsta leiksýningin sem hann leikstýrir. Hann hefur leikstýrt út um allt land en ţetta er einungis önnur nemendasýningin sem hann fćrir upp. Eftir frumsýningu á Bugsý liggur leiđ Gunnars Björns til Akraness ţar sem hann leikstýrir uppfćrslu nemenda Framhaldsskóla Vesturlands. En ekki ađeins hefur hann stýrt leiksýningum, hann er margreyndur leikstjóri í sjónvarpi, t.d. hefur hann stýrt fjórum áramótaskaupum Ríkissjónvarpsins.

„Ţessa síđustu daga fram ađ frumsýningu verđum viđ međ daglegt rennsli á verkinu. Viđ ćfum frá fjögur til hálf tólf á hverjum degi og ţví er álagiđ ţessu síđustu daga mikiđ. Mér sýnist ađ um fjörutíu manns taki ţátt í hverri sýningu en mun fleiri hafa komiđ ađ öllu ţví sem ţarf ađ gera á bakviđ tjöldin,“ segir Gunnar Björn og nefndi til dćmis ađ nemendur á málmiđnađarbraut hafi lagt hönd á plóg viđ ađ búa til ţriggja metra háa ţríhyrninga sem mynda leikmyndina. Hér er veriđ ađ klćđa ţríhyrningana međ taui í ýmsum litum, allt verđur ţetta komiđ á sinn stađ og tilbúiđ á sviđinu í Hofi nk. föstudagskvöld ţegar flautađ verđur til leiks á frumsýningu Bugsý Malón.

Fjórar sýningar eru áćtlađar á Bugsý Malón. Hér eru frekari upplýsingar um sýninguna og hćgt ađ kaupa miđa á allar sýningarnar. Nú er heldur betur ástćđa til ţess ađ drífa sig í Hof og njóta.

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00