Fara í efni

Ljósmyndasýning nemenda á listnáms- og hönnunarbraut í Mjólkurbúðinni

Ein af mörgum skemmtilegum myndum á sýningunni.
Ein af mörgum skemmtilegum myndum á sýningunni.

Nemendur á öðru ári listnáms- og hönnunarbrautar VMA sýna svart/hvítar ljósmyndir á sýningu í Mjólkurbúðinni - sal Myndlistarfélagsins - í Listagilinu á Akureyri á morgun, laugardaginn 9. febrúar kl. 14-18. Næstu tvær vikur verður síðan gluggasýning á myndunum.

Myndirnar unnu nemendur á haustönn í ljósmyndaáfanga hjá Véronique Legros. Þær voru teknar á filmu og síðan stækkaðar upp. Myndirnar voru sýndar á opnu húsi í VMA í annarlok í desember sl. en eru nú settar upp á sérstakri sýningu í Mjólkurbúðinni. Hér má sjá nokkrar af myndunum á sýningunni.

Þema ljósmyndanna var að sýna VMA í öðru ljósi. Nemendur tóku myndirnar bæði innan og utan veggja skólans og kölluðu fram ákveðin listræn viðfangsefni, arkitektúr hússins, fjölbreytta starfsemi skólans og andrúmsloftið í skólanum.

Nemendurnir sem sýna myndir sínar eru Agnes Sara Ingólfsdóttir, Arndís Eva Erlingsdóttir, Berglind Eva Rúnarsdóttir, Birta Rós Hermannsdóttir, Brynjar Mar Guðmundsson, Freysteinn Sverrisson, Guðný Birta Pálsdóttir, Gunnar Björn Ólafsson, Hafdís Haukdal Níelsdóttir, Harpa Mjöll Hafþórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Karen Krista Tulinius, Marcus Emil Sigurbjörnsson, Margrét Reykjalín Þrastardóttir, Sigríður Björk Hafstað, Særún Elma Jakobsdóttir, Viktor Hugi Júlíusson, Þorsteinn Viðar Hannesson og Þórdís Elín Bjarkadóttir.

Sýningarstjórar eru Birta Rós Hermannsdóttir og María Helena Mazul.