Fara í efni  

Litskrúðugir gínuhausar

Litskrúðugir gínuhausar
Kormákur Rögnvaldsson með gínuhausinn sinn.

Á fyrsta ári í grunndeild háriðna taka nemendur tvo skylduáfanga í iðnteikningu – iðnteikningu 1 á haustönn og iðnteikningu 2 á vorönn.

Í fyrri áfanganum fara nemendur í grunnþættina í teikni-, lita- og formfræðum, farið er í lita- og formfræði og þau sett í samhengi við klippingar og greiðslur.

Í iðnteikningu 2, sem nemendur luku í gær, er byggt ofan á grunninn í teikningu, lita- og formfræði til þrívíddarsköpunar með mismunandi efnum og aðferðum á gínuhaus. Nemendur lögðu höfuðið í bleyti og útfærðu gínuhausana á afar fjölbreyttan og skemmtilegan hátt. Þessar myndir voru teknar af nemendum og verkefnum þeirra í síðustu kennslustund annarinnar. Kennari áfangans var Véronique Anne Germaine Legros.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.