Fara í efni

Listsköpun Melanie Clemmons

Melanie Clemmons.
Melanie Clemmons.

Í dag, þriðjudaginn 8. febrúar, kl. 17-17:40 heldur bandaríska myndlistarkonan Melanie Clemmons fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Þriðjudagsfyrirlestrar í Listasafninu undir yfirskriftinni Virtual Healing. 

Í fyrirlestrinum fjallar Clemmons um listsköpun sína og ýmis atriði henni tengdri, s.s. list á alnetinu, trúarleg málefni, skaðlega og heilsubætandi möguleika tækninnar, sem og síbreytilegt eðli veruleikans.

Melanie Clemmons er listamaður sem vinnur í nýmiðla og hefur áhuga á að endurhugsa tækni í átt að mjúkri og fagurri framtíð. Hún vinnur verk sín í mismunandi miðla, s.s. vídeó, netlist, innsetningar, þrívíddarprentaða skúlptúra og sýndarveruleika, og hafa verk hennar verið sýnd í alþjóðlegum gallerýum og söfnum.

Clemmons ferðaðist með rússnesku kvennasveitinni Pussy Riot og sýndi myndefni á fyrstu tónleikaferðalagi þeirra um Norður-Ameríku auk þess að hafa unnið að nokkrum tónlistarmyndböndum þeirra. Hún hefur einnig unnið með margmiðlunarlistamanninum Zak Loyd síðan 2009, flutt lifandi myndefni á tónleikum og unnið innlimunarmyndband, laser og sýndarveruleikainnsetningar.

Clemmons lauk BA námi í St. Edward háskólanum í Austin í Texas í Bandaríkjunum árið 2008 og MA gráðu frá  University of Colorado í Boulder árið 2015. Hún er lektor í stafrænum blendingsmiðlum við SMU í Dallas í Texas. 

Að þriðjudagsfyrirlestrunum standa VMA, Listasafnið á Akureyri, MA og Gilfélagið.

Fyrirlestur Clemmons verður á ensku. Aðgangur er ókeypis.