Fara í efni  

Listsköpun Helenu Óskar

Listsköpun Helenu Óskar
Frá sýningu á myndverkum Helenu Óskar í dag.

Helena Ósk Jónsdóttir, nemandi á starfsbraut VMA, lýkur námi sínu í skólanum núna í maí. Í ţau fjögur ár sem hún hefur veriđ í skólanum hefur hún m.a. unniđ ađ listsköpun af ýmsum toga sem gafst kostur á ađ sjá í dag í VMA. Margir ţeirra kennara sem hafa unniđ međ Helenu í ţau fjögur ár sem hún hefur veriđ í skólanum, stjórnendur skólans, nemendur og fjölskylda Helenu komu saman í morgun í  Ţrúđvangi, sal matvćlabrautar VMA, og áttu ţar skemmtilega stund saman, nutu listsköpunar sem Helena Ósk hefur unniđ ađ í skólanum og gćddu sér á veitingum sem voru í bođi.

Arna G. Valsdóttir, kennari á listnáms- og hönnunarbraut, sem hefur ásamt mörgum öđrum kennurum unniđ mikiđ međ Helenu undanfarin ár, sagđi frá ţví í  kynningu á verkum Helenu ađ ţađ hafi veriđ einstaklega gaman og gefandi ađ vinna međ henni. Nokkur verkanna bćru ţess merki ađ Helena elskađi hesta og nyti ţess ađ vera međ ţeim og sinna ţeim. Í byrjun hafi hún teiknađ einfaldar hestamyndir en ţćr hafi međ tímanum ţróast og orđiđ margbreytilegri. Fyrirmyndir hafi hún sótt víđar, til dćmis í náttúrulífstímaritiđ National Geographic. Í ţví sambandi fćrđi Arna fyrir hönd VMA Helenu Ósk ađ gjöf nokkur tölublöđ tímaritsins ţar sem hún getur áfram sótt sér hugmyndir til listsköpunar, eftir ađ námi hennar lýkur í VMA međ formlegri brautskráningu síđar í ţessum mánuđi


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00