Fara í efni

Listnámsbraut - fyrirlestur Hannesar Óla

Föstudaginn 5. okt. milli kl.16-17 flutti Hannes Óli Ágústsson leikari fyrirlestur í Samkomuhúsinu á Akureyri sem hann kallar "Að vera sjálfum sér trúr". Hannes Óli hefur komið víða við á frekar stuttum leikferli sínum. Hann hefur leikið á stórum sviðum leikhúsa landsins en einnig framleitt sjálfur litlar, sjálfstæðar sýningar í framsæknari kantinum. Hannes fjallaði um feril sinn til þessa, og hvernig íslenskt leiklistarlíf kemur honum fyrir sjónir með öllum þess kostum og göllum.

Fyrirlestrar á Haustdögum - Fyrirlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar

Föstudaginn 5. október milli kl. 16-17 flutti Hannes Óli Águstsson leikari fyrirlestur í Samkomuhúsinu á Akureyri sem hann kallar "Að vera sjálfum sér trúr". Hannes Óli hefur komið víða við á frekar stuttum leikferli sínum. Hann hefur leikið á stórum sviðum leikhúsa landsins en einnig framleitt sjálfur litlar, sjálfstæðar sýningar í framsæknari kantinum. Hannes fjallaði um feril sinn til þessa, og hvernig íslenskt leiklistarlíf kemur honum fyrir sjónir með öllum þess kostum og göllum.

Hannes Óli starfar um þessar mundir sem fastráðinn leikari hjá Leikfélagi Akureyrar og föstudaginn 19.október er frumsýning á verkinu "Leigumorðinginn" eftir finnska leikstjórann Aki Kaurismaki en þar leikur Hannes Óli eitt af burðarhlutverkunum. Verkið er kynnt sem Sérstætt og gráglettið verk um ástina og dauðann!

Fyrirlesturinn er hluti af námsefni  áfanganna "Listir-Menning" á listnámsbraut en allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir!



Fyrirlestrar haustdaga eru:

Ásmundur Ásmundsson Myndlistarmaður, 14. sept.
 
Hannes Óli Ágústsson Leikari, 05. okt.

Haraldur Ingi Haraldsson Myndlistarmaður og sýningarstjóri, 19. okt.

Elva Káradóttir fatahönnuður, 09. nóv.