Fara í efni

Listkennsla í þriðjudagsfyrirlestri

Aaron Mitchell.
Aaron Mitchell.

Í dag, þriðjudaginn 22. mars kl. 17-17.40, heldur kanadíski myndlistarmaðurinn Aaron Mitchell þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni The Modern Mythology Project. Fyrirlesturinn verður á ensku. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er ókeypis aðgangur.

Aaron Mitchell segir í fyrirlestrinum frá samstarfsverkefnum sínum á sviði lista og menningar og segir frá nýjum aðferðum í rannsóknum og hönnun sem tengjast listkennslu.

Hann er listamaður, hönnuður og leiðbeinandi við OACD háskólann í Toronto í Kanada og Háskólann á Akureyri. Hann lauk grunnnámi við OCAD háskólann og meistaragráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands. Þá er hann handhafi diplóma frá Harvard Graduate School of Education - Project Zero, Leaders of Learning and Education Redesign: Building 21st Century Systems of Development in Education.

Þriðjudagsfyrirlestrar eru sem fyrr samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, VMA, MA og Gilfélagsins.