Fara í efni  

Listhneigđ hestakona

Listhneigđ hestakona
Magnea Rut Gunnarsdóttir.

Engum blöđum er um ţađ ađ fletta ađ hestar eiga allan hug Magneu Rutar Gunnarsdóttur. Hestamennskan hefur lengi fylgt henni enda eru rćturnar vestur í Austur-Húnavatnssýslu, nánar tiltekiđ á bćnum Litladal í Húnavatnshreppi hjá afa sínum og ömmu. Hún var í grunnskóla í Húnavallaskóla og lauk honum voriđ 2015, ćtlađi síđan í Menntaskólann í Hamrahlíđ um haustiđ en var ţar ađeins í einn dag, leist engan veginn á ađ flytja í höfuđborgina. Innritađi sig síđan í svokallađ dreifnám á Blönduósi frá Fjölbrautaskóla Norđurlands vestra á Sauđárkróki en ákvađ ţá ađ fara í VMA og hóf ţar nám á listnámsbraut í janúar 2016. Hún er ţví ađ ljúka fimmtu önninni í maí nk. og brautskráist ţá sem stúdent af listnámsbraut. Á haustönn málađi Magnea Rut akrílverk sem hún kallar "Huglaus" og hangir ţađ nú upp á vegg mót austurinngangi skólans.

"Ég fór á listnámsbraut vegna ţess ađ ég hef alltaf veriđ ađ teikna en sérstaklega hefur ljósmyndun heillađ mig og ég gćti hugsađ mér ađ lćra meira í ljósmyndun. Ég hef lengi haft ţörf fyrir ađ skapa og ég hef notiđ mín í náminu hér í VMA. Málverk var nýtt fyrir mér og mér fannst skemmtilegt ađ takast á viđ ţađ. Ég sé ţó ekki endilega fyrir mér ađ ég muni lćra frekar á ţví sviđi en örugglega mun ég grípa í penslana mér til skemmtunar," segir Magnea Rut. Auk náms í dagskólanum segist hún alltaf hafa nýtt sér fjarnámiđ og tekiđ 1-2 fjarnámsáfanga í bóklegum fögum á hverri önn. "Ég hef tekiđ fjarnámsáfanga einfaldlega til ţess ađ flýta fyrir mér í náminu. Ţó svo ađ mér hafi líkađ mjög vel viđ námiđ hér og hafi einnig gengiđ ljómandi vel, ţá neita ég ţví ekki ađ ég er búinn ađ fá nóg í bili af skóla og finnst góđ tilfinning ađ vera ađ ljúka stúdentsprófinu í vor," segir Magnea Rut.

Um framhaldiđ ađ loknu námi í VMA segist hún vera óráđin ađ öđru leyti en ţví ađ hún ćtli sér ađ hella sér í auknum mćli í hestamennskuna. Vestur í Litladal í Húnaţingi segist hún hafa alist upp viđ hestamennsku og fengiđ ţá bakteríu beint í ćđ. Ţann tíma sem hún hefur veriđ á Akureyri hefur hún haft hesthúsrými á leigu fyrir tvo hesta og daginn byrjar hún alltaf á ţví ađ fara snemma dags upp í hesthús til ţess ađ gefa hestunum. "Ég er yfirleitt komin ţangađ um klukkan sjö og ţannig nć ég ađ fara í sturtu áđur en ég fer í skólann. Sömuleiđis fer ég eftir skóla til ţess ađ gefa hestunum. Ţađ er ekkert sem jafnast á viđ ađ leggja á góđan hest og ríđa út í góđu veđri," segir Magnea Rut og bros fćrist yfir andlitiđ. Hún segist erfitt ađ lýsa ţví hvađ ţađ sé í hestamennskunni sem heilli, fyrst og fremst sé hún lífsstíll. "Ég er náttúrubarn og ţađ er minn draumur ađ starfa í hestamennsku í framtíđinni. Hvort ég fer í frekara nám á ţessu sviđi verđur ađ koma í ljós síđar en fyrst og fremst horfi ég til ţess eftir ađ ég lýk námi hér ađ afla mér aukinnar reynslu í reiđmennsku og tamningum. Svo sjáum viđ til hvađ verđur," segir Magnea Rut Gunnarsdóttir.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00