Fara í efni

List án landamæra í Ketilhúsinu

Fjölbreytt og gróskumikið starf fer fram á starfsbrautinni hér í VMA. Rétt er að vekja athygli á sýningunni List án landamæra sem formlega verður opnuð í Ketilhúsinu laugardaginn 7. maí kl. 14.
Fjölbreytt og gróskumikið starf fer fram á starfsbrautinni hér í VMA. Rétt er að vekja athygli á sýningunni List án landamæra sem formlega verður opnuð í Ketilhúsinu laugardaginn 7. maí kl. 14.
Nokkrir af nemendum okkar sýna þar fjölbreytta hluti sem þeir hafa unnið í skólanum í vetur.
Má þar nefna mósaíkverk, textílverk s.s. saumaðar flíkur, prjón, hekl, myndvefnað, silkimálun, þæfða muni, hluti unna úr pappír o.fl. Einnig sýna þeir vídeóverk, smíðisgripi úr tré og skartgripi unna í silfur o.fl.
Sýning VMA er á efri hæðinni / svölunum í Ketilhúsinu og er opin eftir hádegi virka daga og stendur til 15. maí.