Fara efni  

Lfshlaupi - framhaldssklakeppni hreyfingu er hafin

Lfshlaupi - framhaldssklakeppni  hreyfingu er hafin
Lfshlaupi - framhaldsklakeppni
Mivikudaginn 3. oktber fr gang verkefni vegum Landlknis / Lheilsustvar og S sem nefnist "Lfshlaupi". Lfshlaupi er hvetjandi framhaldssklakeppni hreyfingu og stendur til 16. oktber. Keppt er nokkrum flokkum eftir fjlda nemenda og er VMA flokki me 100 nemendur ea fleiri. Keppt er hlutfallslegum fjlda daga me hreyfingu og einnig hlutfallslega fjlda mntna. Nnari tskringar eru lifshlaupid.is.

Miðvikudaginn 3. október fór í gang verkefni á vegum Landlæknis / Lýðheilsustöðvar og ÍSÍ sem nefnist "Lífshlaupið". Lífshlaupið er hvetjandi framhaldsskólakeppni í hreyfingu og stendur til 16. október. Keppt er í nokkrum flokkum eftir fjölda nemenda og er VMA í flokki með 100 nemendur eða fleiri. Keppt er í hlutfallslegum fjölda daga með hreyfingu og einnig í hlutfallslega fjölda mínútna. Nánari útskýringar eru á lifshlaupid.is.

Viljum við hvetja alla nemendur og starfsfólk til að skrá sig þar inn og skrá alla hreyfingu sem þið gerið á þessum vikum.
Þegar þið farið inn í fyrsta skiptið farið þið inn á "lifshlaupid.is". Þar í vinstri dálki smellið þið á FRAMHALDSSKÓLAKEPPNI. Þá komið þið inn á síðuna fyrir framhaldsskólana og ef þú ert ekki skráð/ur inn þá smellir þú á "Nýskráning" efst á síðunni og síðan á SKRÁ EINSTAKLING. Þar ertu beðin/n um nokkrar upplýsingar og gerir þér m.a. lykilorð, velur svo skóla (Verkmenntaskólinn á Akureyri), og lið (VMA1). Þá ertu kominn inn og getur byrjað að skrá inn hreyfinguna þína.

Verið endilega dugleg að skrá hreyfinguna ykkar (bæði í skólanum og í frítímanum) og sýnum hvað VMA á spræka nemendur og starfsfólk.


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.