Fara í efni  

Lífiđ í vatni á ţemadögum um heimsmarkmiđ SŢ

Lífiđ í vatni á ţemadögum um heimsmarkmiđ SŢ
Hluti af vatnaveröldinni á sviđinu í Gryfjunni.

Eins og fram hefur komiđ er ţessi vika ţemavika í VMA ţar sem sjónum er beint ađ heimsmarkmiđum Sameinuđu ţjóđanna á einn eđa annan hátt. Nemendur á listnáms- og hönnunarbraut fengu ţví verkefni úthlutađ ađ vinna myndverk af ýmsum toga – bćđi málverk og skúlptúra – undir yfirskrift eins af heimsmarkiđunum – Líf í vatni. Verkin mynduđu síđan eitt heildarverk sem unniđ hefur veriđ ađ ţví ađ koma upp í Gryfjunni. Međ skjávörpum og ljósum hefur smám saman orđiđ ţar til skemmtileg vatnaveröld međ fiskum, vatnagróđri og ýmsu öđru er tengist hafinu.

Líf í vatni beinir sjónum okkar ađ mikilvćgi ţess ađ sjórinn sé hreinn – sem ţví miđur ekki er raunin. Eins og fram hefur komiđ er gríđarlega mikil plastmengun í hafinu, sjórinn hefur súrnađ og loftlagsbreytingar hafa gert ţađ ađ verkum ađ á ýmsum hafssvćđum hefur hitastig sjávar hćkkađ sem aftur hefur leitt til breytinga á lífríki sjávar. Fisktegundir hafa fćrt sig til. Gleggsta dćmiđ um ţađ er lođnan, sem er einn af okkar mikilvćgustu nytjafiskum. Tvö ár í röđ er engin lođnuvertíđ, sem kemur til af ţví ađ ekki hefur nćgilega mikil lođna mćlst á Íslandsmiđum til ţess ađ vísindamenn hafi getađ mćlt međ veiđum. Hvort ţetta breytta hegđunarmynstur lođnunnar stafar af loftlagsbreytingum skalt ósagt látiđ, vísindamenn geta ekki fullyrt ţađ, en svo mikiđ er víst ađ sjávarútvegsţjóđin Íslendingar eiga mikiđ undir hafinu og ađ jafnvćgi sé í lífríki sjávar.

Listsýning nemenda á listnáms- og hönnunarbraut í Gryfjunni, sem ţeir og kennarar ţeirra byrjuđu ađ setja upp í gćr, minnir okkur á fjölbreytta lífríkiskeđju hafsins. Ef hlekkir í henni rofna getur ţađ haft afdrifaríkar afleiđingar.

Hér eru myndir af ţessari listsköpun nemenda og uppsetningu vatnaveraldarinnar í Gryfjunni. Hér eru myndir sem Júlíanna Steinunn Sverrisdóttir og Júlía Sveinsdóttir tóku af vinnunni viđ ađ móta ljós og skugga í verkiđ.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00