Líf og fjör framundan í VMA
Það verður líf og fjör í Verkmenntaskólinn á Akureyri þessa vikuna og fjölbreytt dagskrá fyrir nemendur
Húfumátun hjá útskriftarnemum
Í dag, mánudaginn 27. október, er húfumátun fyrir útskriftarnema í Gryfjunni kl. 09:30-13:00. Þar verða P. Eyfeld og Formal á staðnum. Einnig verður á svæðinu Ólöf Þóra gullsmiður frá Skart og verðlaun sem býður upp á stúdentastjörnur til sölu.
Síðar í dag, kl. 15:40, stendur Leikfélag VMA fyrir kynningarfundi í B04 fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í uppsetningu á Hryllingshúsi. Öll áhugasöm eru hvött til að mæta, hvort sem þau vilja taka þátt í leik, förðun, skreytingum eða öðrum undirbúningi.
Gettu betur hittingur
Á morgun, þriðjudaginn 28. október, verður kynningarfundur fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í Gettu betur fyrir hönd VMA. Fundurinn verður haldinn í B01 klukkan 15:40. Pizza verður í boði fyrir þátttakendur. Urður María, kennari á starfsbraut, verður þjálfari liðsins.
Sigga Dögg í VMA
Á morgun, þriðjudaginn 28. október, kemur Sigga Dögg kynfræðingur og verður með fyrirlestur og spjall í Gryfjunni kl 17:00. Nemendur VMA og MA velkomnir.
Ungt fólk og framtíðin
Á miðvikudag, 29. október, kl 15:40 verður haldinn umræðufundur fyrir þau sem hafa áhuga á að taka þátt í Erasmus+ verkefni sem fjallar um hvernig ungt fólk getur tekið virkan þátt í umræðu um framtíðina. Í lok fundarins mun Ingvar Þóroddson, þingmaður Norðausturkjördæmis, mæta og hlusta á sjónarmið og hugmyndir nemenda.
Sturtuhausinn
Fimmtudaginn 13. nóvember verður Sturtuhausinn - söngkeppni VMA haldinn í Hofi. Skráning er í fullum gangi