Fara í efni

Líf og fjör á dimission 2023

Fastur liður er að keppa í sjómanni. Rosaleg átök!
Fastur liður er að keppa í sjómanni. Rosaleg átök!

Þá var loks komið að því, þetta var dagur brautskráningarnema, dimmision. Þeir fögnuðu þessum síðasta degi vetrar innan skólans sem utan. Daginn tóku nemendur snemma og skunduðu til kennara sem hafa vísað þeim veginn á námsárum sínum í VMA og vöktu suma - aðra ekki. 

Síðan hittist brautskráningarhópurinn í VMA í morgunsárið, fór um skólann og skemmti sér og öðrum og loks hittist hópurinn og aðrir nemendur og kennarar í Gryfjunni þar sem var brugðið á leik á ýmsan hátt - tekist á í aflþrautum, farið í kappátt þar sem hesthúsa þurfti tveimur kókosbollum og innihaldi kókdósar, efnt var til boðhlaups o.fl. Formlegri dagskrá innan veggja skólans lauk á hefðbundinn hátt með því að nemendum var boðið upp á kakó/kaffi og bakkelsi á kennarastofu. Áfram fagna nemendur í dag í góða veðrinu með ratleik o.fl.

Hér eru myndir frá dimission sem Árni Már Árnason tók:

Myndaalbúm 1 - Árni Már Árnason      

Myndaalbúm 2 - Árni Már Árnason

Myndaalbúm 3 - Árni Már Árnason

Myndaalbúm 4 - Árni Már Árnason

Dimission er alltaf jafn skemmtilegur þáttur í skólastarfinu, ekki síst fyrir þá nemendur sem nú ljúka námi frá skólanum því vegna heimsfaraldursins síðustu þrjú ár hafa einmitt þeir ekki fengið mörg tækifæri til þess að koma saman og gera sér glaðan dag. Til hamingju öll með þennan dag!