Fara í efni  

Leikfélag VMA sýnir söngleikinn Bugsy Malone í vetur

Leikfélag VMA sýnir söngleikinn Bugsy Malone í vetur
Freysteinn Sverrisson og Arndís Eva Erlingsdóttir.

Leikfélag VMA gjörir kunnugt: Uppfćrsla vetrarins verđur söngleikurinn Bugsy Malone! Ekki er ráđist á lágan garđ, er óhćtt ađ segja. Freysteinn Sverrisson formađur Leikfélags VMA og Arndís Eva Erlingsdóttir varaformađur Leikfélags VMA eru sammála um ađ ţessi leiksýning verđi trúlega sú stćrsta sem félagiđ hefur ráđist í og segjast ţau vera afar spennt fyrir verkefninu.

Bugsy Malone kom upphaflega fram á sjónarsviđiđ sem kvikmynd sem óhćtt er ađ segja ađ hafi slegiđ í gegn. Lögin úr kvikmyndinni urđu afar vinsćl og lifa ennţá. Síđar var unnin leikgerđ upp úr myndinni og íslenska ţýđingin hefur veriđ fćrđ upp á sviđ hér á landi og notiđ mikilla vinsćlda.

„Viđ vildum setja upp verk sem höfđađi til fólks á öllum aldri. Ég hef ţá tilfinningu ađ ţetta eigi eftir ađ verđa mjög skemmtilegt,“ sagđi Freysteinn og Arndís bćtti viđ ađ hér vćri sannarlega um stórsýningu ađ rćđa ţví mikiđ vćri lagt í bćđi söng og dans.

„Leikfélag VMA hefur eflst međ hverju árinu. Síđastliđinn vetur settum viđ upp Ávaxtakörfuna í Hofi og hún sló rćkilega í gegn. Sú sýning fćrđi okkur sjálfstraust og kraft til ţess ađ takast á viđ enn stćrra verkefni núna. Ţađ má segja ađ Ávaxtakarfan hafi komiđ okkur á blađ og viđ viljum byggja ofan á reynslu okkar úr ţeirri uppfćrslu. Viđ ţurfum fullt af fólki til ţess ađ vinna ađ uppfćrslunni – bćđi til ţess ađ leika og vinna ađ öllum öđrum verkefnum í kringum sýninguna,“ segir Freysteinn og Arndís bćtir viđ ađ hún hafi ţá trú ađ nemendur sýni áhuga á ţví ađ koma ađ uppfćrslunni eftir velgengni og ţá stemningu sem skapađist í kringum Ávaxtakörfuna. „Ţađ eru ađ sjálfsögđu allir nemendur VMA velkomnir ađ vinna ađ ţessu stóra verkefni og sérstaklega vil ég hvetja nýnema til ţess ađ taka ţátt. Ađ taka ţátt í leikuppfćrslu er afar góđ leiđ til ţess ađ komast inn í félagslífiđ og kynnast skemmtilegu fólki sem allt vinnur ađ ţví sameiginlega verkefni ađ setja upp leiksýningu. Ţađ er mjög gefandi og skemmtilegt. Ţađ er ekki spurning ađ viđ höfum veriđ ađ taka markviss skref fram á viđ í leiklistinni og ég tel ađ viđ höldum áfram á ţeirri braut međ uppfćrslu á Bugsy Malone,“ segir Arndís.

Gunnar Björn Guđmundsson hefur veriđ ráđinn leikstjóri sýningarinnar. Hann hefur unniđ viđ sjónvarp/kvikmyndir og leikhús í rúmlega tvo áratugi. Gunnar Björn leikstýrđi kvikmyndunum Astrópíu og Gauragangi og Áramótaskaupi RÚV árin 2009, 2010, 2011 og 2012. Ţá gerđi hann Karamellumyndina sem hlaut Edduverđlaunin sem besta stuttmynd ársins 2003. Hann hefur leikstýrt sjónvarpsţáttum, tónlistarmyndböndum og sett auk ţess upp fjölda leiksýninga.

Dagana 5. og 6. október verđa leik- og söngprufur fyrir uppfćrsluna á Bugsy Malone og er gert ráđ fyrir ađ fjórum dögum síđar verđi lokiđ viđ ađ skipa í hlutverk. Í kjölfariđ hefjast ćfingar á verkinu og verđur ćft framundir haustpróf í desember og síđan aftur hafist handa eftir áramót. Frumsýning verđur í febrúar og eru allar líkur á ađ sýnt verđi í Menningarhúsinu Hofi, eins og Ávaxtakarfan sl. vetur.

Leik- og söngprufur verđa auglýstar nánar ţegar nćr dregur. Nemendur eru eindregiđ hvattir til ţess ađ skella sér í prufur og/eđa taka ţátt í öđrum verkefnum, ţví ţar er af nógu ađ taka - hárgreiđsla, förđun, leikmyndasmíđi, búningagerđ o.s.frv.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00