Fara í efni

Leiðbeiningar varðandi nemendur sem þurfa í sóttkví/einangrun

Nemendur í sóttkví/einangrun

Þeir nemendur sem þurfa að fara í sóttkví eiga að tilkynna það til skólans með því að skrá veikindi í Innu og setja athugasemdina sóttkví og upplýsingar um dagsetningu sýnatöku í lok sóttkvíar. Eins er hægt að senda tölvupóst á skrifstofu skólans vma@vma.is. Kennarar hafa samband í gegnum Innu við þá nemendur sem eru í sóttkví með upplýsingar um aðgengi nemenda að gögnum áfangans. Gert er ráð fyrir því að nemendur í sóttkví geti sinnt náminu eins og kostur er, með þeim upplýsingum sem þeir fá frá kennurum áfangans og komi undirbúnir til baka í skólann að lokinni sóttkví. 

Forráðamenn skrá þessar upplýsingar fyrir nemendur sem eru yngri en 18 ára. 

Nemendur fá skráninguna C í viðveruskráningu í INNU og fá ekki fjarvistarstig.

Nemendur í einangrun hafa strax samband við skólann vma@vma.is eða með því að hringja á skrifstofu skólans 464-0300. Nemendur í einangrun geta sinnt námi eftir því sem heilsa og aðstæður leyfa. 

Skólinn áskilur sé rétt til að óska eftir staðfestingu á sóttkví/eiangrun frá nemendum en gerir ekki kröfu um að nemendur skili vottorði um sóttkví né einangrun. Staðfesting varðandi sóttkví/einangrun er að finna inn á heilsuvera.is.

Nemendur fá skráninguna C í viðveruskráningu í Innu og fá ekki fjarvistarstig.

Nemendur í sóttkví mega alls ekki koma í skólann fyrr en að sóttkví er lokið með niðurstöðu úr sýnatöku. 

  • Nemandi í sóttkví getur sinnt námi og verður það skipulagt í samstarfi við stjórnendur og nemendur/forráðamenn.
  • Nemandi í einangrun getur sinnt námi eftir því sem heilsa og aðstæður gefa tilefni til. Skipulag náms og kennslu hjá nemanda í einangrun er unnið í samstarfi við stjórnendur og nemendur/forráðamenn. 
  • Mikilvægt er að nemandi komi sem best undirbúinn aftur til baka í skólann að lokinni sóttkví/einangrun. 

(Uppfært 18. ágúst 2021, SHJ)