Fara í efni

Lásu með íbúum á Hlíð

Nemendur VMA glugga í bók með íbúum á Hlíð.
Nemendur VMA glugga í bók með íbúum á Hlíð.
Í tilefni af "Degi læsis" sunnudaginn 8. september nk. tóku annars árs nemendur í VMA í áfanganum DAG196, undir stjórn Hilmars Friðjónssonar kennara, þátt í verkefni þar sem yngri og eldri kynslóðin mætast við lestur margbreytilegs lesefnis á ólíkum miðlum.

Í tilefni af "Degi læsis" sunnudaginn 8. september nk. tóku annars árs nemendurí VMA í áfanganum DAG196, undir stjórn Hilmars Friðjónssonar kennara, þátt í verkefni þar sem yngri og eldri kynslóðin mætast við lestur margbreytilegs lesefnis á ólíkum miðlum.

Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1965 helgað 8. september ár hvert læsi en þetta er fimmta árið sem dagsins er minnst hér á landi. Þema "Dags læsis" í ár er „Ungir-aldnir“ og er áhersla lögð á að yngri og eldri kynslóðin eigi góðar stundir saman við lestur. Leitað var til VMA um að nemendur hittu íbúa á Dvalarheimilinu Hlíð og urðu þeir að sjálfsögðu við þeirri ósk. Hér má sjá myndir sem voru teknar þegar nemendurnir sýndu eldri borgurum á Hlíð lesefni m.a. á bókum og spjaldtölvum og einnig var lesið fyrir íbúana.

Á "Degi læsis" nk. sunnudag verður kaffihúsastemning á dvalarheimilum aldraðra á Akureyri, Hlíð og Lögmannshlíð, þar sem boðið verður upp á lestrarvöfflur, kaffi og djús. Ættingjar, vinir og aðrir velunnarar eru hvattir til að heimsækja dvalarheimilin á sunnudag  og taka með sér sitt uppáhaldslesefni, ýmist í formi bókar, tímarita, spjaldtölvu, myndasögu eða hljóðbókar. Gestir verða hvattir sérstaklega til að lesa fyrir heimilisfólk, lesa með þeim, hlusta á lestur, ræða um lesefnið o.s.frv.

Þá verður settur upp á sérstakur þemaveggur af þessu tilefni í Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri þar sem gefur meðal annars að líta áðurnefndar myndir sem teknar voru af heimsókn VMA-nema á Hlíð.

„Það var mjög ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni og nemendurnir stóðu sig með mikilli prýði,“ segir Hilmar Friðjónsson.