Fara í efni

Langar ykkur á Norræna ungmennaviku í Noregi?

Dagana 28. júlí til 2. ágúst í sumar verður efnt til ungmennavika NSU í Arendal Noregi, fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 19 ára og gefst 12 íslenskum ungmennum kostur á að sækja um að taka þátt. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er í forsvari fyrir verkefnið hér á landi.

Dagana 28. júlí til 2. ágúst í sumar verður efnt til ungmennavika NSU í Arendal í Noregi, fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 19 ára og gefst 12 íslenskum ungmennum kostur á að sækja um að taka þátt. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) er í forsvari fyrir verkefnið hér á landi.

Umrædd Ungmennavika NSU rennur að þessu sinni inn í stórviðburð sem Norsk Frilynt heldur fyrir aðildarfélög sín í Noregi ár hvert og heitir SplæshCamp. Dagskráin er stórglæsileg og þema vikunnar að þessu sinni er leikhús, kvikmyndagerð og menning tengd norrænum glæpasögum. Á SplæshCamp kom um 350 ungmenni víðsvegar úr Noregi og þátttakendur frá hinum Norðurlöndunum verða um 60. Hér má finna ítarlegar upplýsingar um vikuna.

Sem fyrr segir stendur 12 ungmennum til boða að fara frá Íslandi til þess að taka þátt í þessari ungmennaviku og styrkir UMFÍ alla þátttakendur til ferðarinnar.

Skráningarfrestur á ungmennavikuna rennur út 20. maí nk.

Allar nánari upplýsingar um kostnað og styrki veitir Sabína Steinunn landsfulltrúi UMFÍ í síma 568-2929 og á netfanginu sabina@umfi.is.