Fara í efni

Landsliðsmenn heimsóttu grunndeild matvæla- og ferðagreina

Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson.
Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson.

Nýverið komu tveir úr landsliði kjötiðnaðarmanna, Jónas Þórólfsson og Rúnar Ingi Guðjónsson, í heimsókn í grunndeild matvæla- og ferðagreina í VMA og kynntu kjötiðnaðargreinina og sýndu úrbeiningu og pylsugerð. 

Einnig sögðu þeir frá stofnun landsliðs kjötiðnaðrmanna sem var fullskipað í byrjun þessa árs og stefnir á að taka þátt í heimsmeistarakeppni í kjötskurði í september á næsta ári og taka þátt í öðrum verkefnum í náinni framtíð. Rúnar Ingi starfar sem gæðafulltrúi hjá Kjarnafæði en Jónas er sjálfstætt starfandi kjötiðnaðarmaður og bóndi á Syðri-Leikskálaá í Þingeyjarsveit. 

Rúnar og Jónas fá kærar þakkir fyrir heimsóknina og kennsluna.