Fara í efni  

Landsliđsmađur kenndi matreiđslunemum pylsugerđ

Landsliđsmađur kenndi matreiđslunemum pylsugerđ
Matreiđslunemar í pylsugerđ.

Mikilvćgt er fyrir matreiđslumenn framtíđarinnar ađ ţekkja fjölbreytt hráefni og kunna skil á ţví hvernig ţađ verđur til. Liđur í ţessu var heimsókn Rúnars Inga Guđjónssonar, gćđafulltrúa hjá Kjarnafćđi og liđsmanns í landsliđi kjötiđnađarmanna, í 2. bekkinn í matreiđslu í VMA á dögunum.

Nemendur í 2. bekk vinna gjarnan ađ ákveđnu verklegu verkefni tvo daga í röđ í námi sínu á ţessari önn og ađ ţessu sinni var ákveđiđ ađ verja ţeim í pylsugerđ. Rúnar Ingi var gestakennari og leiddi nemendur í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar, hann kynnti fyrir ţeim fjórar mismunandi pylsuuppskriftir sem nemendur síđan bjuggu til undir vökulum augum Rúnars Inga. Nemendur sáu um ađ elda annađ međlćti međ pylsunum og afraksturinn var síđan borinn á hlađborđ fyrir um tuttugu manna hóp frá Starfsmannafélagi VMA.

Ekki ţarf ađ hafa um ţađ mörg orđ ađ útkoman var afbragđs góđ og sćlkerarnir kunnu afar vel ađ meta.

Rúnari Inga Guđjónssyni er ţakkađ fyrir ađ gefa sér tíma til ađ miđla ţekkingu sinni til matreiđslunemanna. Einnig fćr Kjarnafćđi sérstakar ţakkir fyrir ađ hafa styrkt ţessa ćfingu nemendanna en fyrirtćkiđ útvegađi hráefniđ í pylsugerđina. Almennt hefur Kjarnafćđi í gegnum tíđina stutt af rausnarskap viđ kennslu á matvćlabraut VMA og vill skólinn af heilum hug ţakka fyrirtćkinu stuđninginn.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00