Fara í efni

LAN-mót í VMA um helgina

LAN-mótið er nú haldið eftir langt covidhlé.
LAN-mótið er nú haldið eftir langt covidhlé.

Um helgina verður blásið til LAN-móts í VMA eftir langt hlé vegna covid. Um er að ræða tölvuleikjaviðburð þar sem þátttakendur spila og keppa saman í tölvuleikjum. Viðburðinn kalla aðstandendur NorðurLAN og er hann opinn öllum sem hafa náð fimmtán ára aldri en þeir sem yngri eru þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Halldór Birgir Eydal, formaður Þórdunu, segir að blásið verði til leiks í LAN-inu kl. 16.00 í dag, föstudag, og áætlað sé að viðburðinum ljúki um kl. 16 á sunnudaginn. Spilað verður í M-01.

Verð aðgöngumiða er kr. 500 og innifalið er pizza og gos á meðan birgðir endast.

Aðstandendur taka fram að öllum varúðarráðstöfunum gagnvart covid verði fylgt og er því beint til þeirra sem hafa möguleg einkenni covidveirunnar að mæta ekki á staðinn. Einnig er undirstrikað að NorðurLAN sé áfengis- og vímuefnalaus viðburður og ölvun ógildi aðgöngumiðann. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 8627758.