Fara í efni  

Lagskipting í Listasafninu

Lagskipting í Listasafninu
Rebekka Kühnis, myndlistarkona og kennari.

Í dag, þriðjudaginn 1. nóvember, kl. 17-17.40 heldur Rebekka Kühnis, myndlistarkona og kennari, þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri sem hún kallar Lagskipting. Þar fjallar hún um myndlistarferil sinn og ástæðu þess að hún endaði á Akureyri að teikna og mála íslenskt landslag.

Rebekka Kühnis er frá Windisch í Sviss og útskrifaðist með meistaragráðu í listkennslufræðum frá Hochschule der Künste í Bern. Hún starfar sem myndlistarkona og sýnir nú verk sín í einum af sölum Listasafnsins á Akureyri.

Rebekka kenndi um hríð myndlist og listasögu í Sviss, en kennir í dag hönnun, smíði, myndmennt og umhverfismennt í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit.

Að þriðjudagsfyrirlestrunum standa Listasafnið á Akureyri, Gilfélagið, VMA, Myndlistarfélagið og MA. Aðgangur er ókeypis.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.