Fara í efni

Lærdómur og notalegheit í Gryfjunni

Fyrir tæpum hálfum mánuði stóð Mímir – félag nemenda á félags- og hugvísindabraut – ásamt Þórdunu fyrir „Studdykvöldi“ í Gryfjunni sl. fimmtudagskvöld frá kl. 20 til 23 þar sem nemendur komu saman til þess að læra og eiga saman skemmtilega. Þetta á að endurtaka í kvöld, mánudaginn 9. maí, kl. 20-23 í Gryfjunni. Allir eru velkomnir. Um að gera að mæta í þessari síðustu kennsluviku annarinnar, þegar allir eru að leggja lokahönd á verkefni o.fl.