Fara í efni

Laddi í VMA 8. nóvember nk.

Þórhallur Sigurðsson - Laddi.
Þórhallur Sigurðsson - Laddi.
Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast í félagslífinu í VMA. Ástæða er til þess að taka frá fimmtudagskvöldið 8. nóvember nk. þegar hinn ástsæli grínisti og tónlistarmaður, Laddi, mætir í Gryfjuna og verður með tveggja tíma uppistand. 
 
Þessi viðburður verður að sjálfsögðu öllum opinn. Aðgangseyrir kr. 3000 en 1500 kr. fyrir Þórdunufólk gegn framvísun skólaskírtenis. 
 
Nánar um Laddakvöldið í Gryfjunni þegar nær dregur.