Fara í efni

Laddi í Gryfjunni í kvöld

Hin mörgu andlit Ladda munu án efa birtast í kvöld
Hin mörgu andlit Ladda munu án efa birtast í kvöld

Hinn mikli snillingur og þjóðargersemi, Þórhallur Sigurðsson – Laddi, verður með tveggja tíma uppistand/dagskrá í Gryfjunni í VMA í kvöld þar sem hann fer yfir langan og farsælan feril sinn í tali og tónum. Nemendafélagið Þórduna stendur fyrir viðburðinum.

Þar sem búast má við góðri mætingu í kvöld er full ástæða til þess að hvetja fólk til þess að kaupa miða í forsölu. Þeir hafa verið seldir síðustu daga annars vegar í versluninni Imperial á Glerártorgi og hins vegar í Gryfjunni og svo verður einnig í dag, að sögn Eyþórs Daða Eyþórssonar formanns Þórdunu. Einnig verða aðgöngumiðar seldir við innganginn í kvöld – gengið inn að austan. Aðgangseyrir kr. 3000 en 1500 kr. fyrir Þórdunufólk gegn framvísun skólaskírtenis. 

Húsið verður opnað kl. 19:30 en skemmtun Ladda hefst kl. 20:00.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Ladda. Hvert mannsbarn þekkir hann fyrir grín og glens og einnig lögin hans. Hver man ekki eftir hinum óborganlega Eiríki Fjalari eða Saxa lækni? Og dúettinn Eyjólfur og Magnús er náttúrlega tímalaus snilld. Að ekki sé talað um mörg hinna þekktu laga sem Laddi hefur samið og flutt - t.d. Súperman, Austurstræti, Búkolla eða Sandalar