Fara í efni  

Kynntust í VMA - í búskap í Kelduhverfi

Kynntust í VMA - í búskap í Kelduhverfi
Jónas Ţór og Salbjörg međ yngra barn sitt.

Ţetta byrjađi allt saman í Verkmenntaskólanum á Akureyri forđum daga. Ţar kynntust Salbjörg Matthíasdóttir, sem kemur úr Kelduhverfinu, og Ađaldćlingurinn Jónas Ţór Viđarsson. Salbjörg fór fyrst á íţróttabraut VMA en fćrđi sig yfir á náttúrufrćđibraut, ţví hún stefndi ađ ţví ađ lćra dýralćkningar, en Jónas Ţór fór í byggingadeildina og lćrđi húsasmíđi. Salbjörg lauk stúdentsprófi um jólin 2008 en Jónas Ţór lauk námi sínu röskum tveimur árum síđar.

Áform Salbjargar um ađ lćra dýralćkningar breyttust á námstímanum í VMA og úr varđ ađ haustiđ 2008 hóf hún nám í hestafrćđi viđ Landbúnađarháskólann á Hvanneyri. Síđari hluta námsins tók Salbjörg viđ hrossarćktarbrautina á Hólum í Hjaltadal og ţá hafđi Jónas Ţór lokiđ húsasmíđinni í VMA og vann viđ smíđar hjá K-tak hf. byggingaverktaka á Sauđárkróki. Um tíma starfađi Salbjörg viđ tamningar á bćnum Hofi í Skagafirđi en málin ćxluđust ţannig ađ í árslok 2014 ákváđu ţau ađ stíga skrefiđ og hella sér út í sauđfjárbúskap í Árdal í Kelduhverfi, ţar sem Salbjörg fćddist og ólst upp. Ţetta var nokkuđ stórt skref ađ taka en ţekking ţeirra beggja og reynsla úr smíđum og hrossarćktinni var gott veganesti.

Sauđfjárbúskapur, smíđar og ferđaţjónusta
Ţađ ţarf ekki ađ hafa um ţađ mörg orđ ađ sauđfjárbúskapur hefur ekki gengiđ vel síđustu misseri og haustiđ 2015, á fyrsta ári sauđfjárbúskapar Salbjargar og Jónasar í Árdal, varđ mikiđ verđfall á sauđfjárafurđum. Ţau ákváđu ţó ađ ţrauka og tóku um ţađ ákvörđun ađ bćta annarri stođinni undir reksturinn međ ţví ađ innrétta ţrjú herbergi á efri hćđ hússins fyrir gistingu. Síđustu ţrjú sumur hefur ţví veriđ bćndagisting í Árdal sem hefur gengiđ ljómandi vel. Ţađ var hins vegar ljóst ađ erfitt myndi verđa ađ halda áfram međ ţessa gistingu inni á heimilinu ţví eftir ađ hafa eignast tvö börn – ţađ eldra er tveggja ára og ţađ yngra tćplega ársgamalt – ţyrfti fjölskyldan meira rými. Salbjörg segir ađ af ţessum sökum hafi ţau velt fyrir sér hvernig ţau gćtu mögulega haldiđ áfram međ ferđaţjónustuna og haft hana annars stađar en í Árdal. En eins og oft vill verđa kom tćkifćriđ upp í hendurnar á ţeim í febrúar sl. Í Skúlagarđi í Kelduhverfi, sem er í túnfćtinum í Árdal, hefur til margra ára veriđ rekin ferđaţjónusta – gisting og veitingasala – og svo vildi til ađ skyndilega vantađi ţar rekstrarađila í vetur. Salbjörg og Jónas ákváđu ađ taka Skúlagarđ á leigu enda var ţarna komiđ tćkifćriđ sem ţau höfđu veriđ ađ leita ađ og ekki sakađi ađ ţau ţekktu vel til ferđaţjónustunnar í Skúlagarđi, foreldrar Salbjargar höfđu hér á árum áđur haldiđ utan um reksturinn og ţar höfđu Salbjörg og Jónas unniđ sumarlangt ţegar ţau voru viđ nám í VMA forđum daga. Salbjörg segir ađ ţau hafi ekki séđ fram á ađ geta fariđ í svo viđamikinn rekstur, til viđbótar viđ sauđfjárbúskapinn og önnur störf sem ţau hafi tekiđ ađ sér, Jónas Ţór starfar í hálfu starfi viđ smíđakennsku í grunnskólanum og hefur ţar ađ auki mikiđ ađ gera međ eigin rekstur í húsasmíđi. En ţegar fyrir lá vilji foreldra Jónasar ađ fara í reksturinn í Skúlagarđi međ ţeim, var ekki aftur snúiđ. Nú ţegar er búiđ ađ opna Skúlagarđ en vertíđin hefst af fullum krafti núna í maí og á sama tíma er sauđburđur í fullum gangi, um 170 ćr eru á fóđrum í Árdal. Stefnan er ađ hafa opinn veitingastađ í Skúlagarđi, til viđbótar viđ gistinguna, frá 18-21 alla daga í sumar.

Sátt viđ sitt hlutskipti
Ţegar Salbjörg lítur til baka til áformanna um ađ fara í dýralćkningar ađ loknu námi í VMA segist hún ţó vera afar sátt viđ sitt hlutskipti í dag. Ţađ sé skemmtileg áskorun fyrir ungt fólk ađ synda á móti straumnum og skapa tćkifćri úti í hinum dreifđu byggđum. Ţađ segi sína sögu um ákveđna kyrrstöđu í fámennu byggđarlagi ađ hún og Jónas Ţór, eiginmađur hennar, séu ţau einu á aldrinum 25-35 ára sem eru búsett í Kelduhverfi nú um stundir. Ţessu ţurfi ađ snúa viđ og ţau vilji leggja sín lóđ á vogarskálarnar. Bjartsýnin reki ţau áfram og síđustu tvö ár hafi ţau selt sauđfjárafurđirnar beint frá býli, sem hafi gefiđ ţeim mun meira í ađra hönd. Stór hluti afurđanna fari beint til neytenda á höfuđborgarsvćđinu. Til viđbótar viđ beina sölu frá búinu komi ţau síđan til međ ađ bjóđa upp á eigiđ lambakjöt fyrir gesti og gangandi í Skúlagarđi.

 

 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00