Fara í efni  

Kynnir sér skólastarfiđ í VMA

Kynnir sér skólastarfiđ í VMA
Stéphanie Nersessian, kennari frá Suđur-Frakklandi

Í síđustu og ţessari viku hefur Stephanie Nersessian, sögu- og landfrćđikennari frá framhaldsskólanum Lycée – Les Trois Sources í Bourg-Les Valence í Suđur-Frakklandi veriđ međ annan fótinn í VMA til ţess ađ kynna sér ýmislegt í skólastarfinu. Einnig hefur hún heimsótt ađrar menntastofnanir á Akureyri, m.a. Háskólann á Akureyri, Menntaskólann á Akureyri og Símenntunarmiđstöđ Eyjafjarđar. Bourg-Les Valence er um 15 ţúsund manna bćr, skammt frá borginni Valence, ţar sem búa um 60 ţúsund manns. Á ţessu svćđi eru fjórir framhaldsskólar, Lycée er einn ţeirra.

Stephanie er á Akureyri til ţess ađ safna í sarpinn öllum mögulegum hugmyndum úr skólastarfi sem hún telur ađ skóli hennar í Frakklandi geti nýtt sér. Á sama tíma eru kollegar Stephanie frá ţessum sama skóla í fimm öđrum löndum – Ítalíu, Noregi, Spáni (Tenerife) Póllandi og Ţýskalandi - til ţess sömuleiđis ađ safna hagnýtum upplýsingum um skólastarf í reynslu- og fróđleikspokann. Ţegar heim verđur komiđ ćtla kennararnir ađ bera saman bćkur sínar. Stephanie er ţess fullviss ađ ýmislegt sem hún og hinir fimm kennararnir kynnast í skólunum, ţar á međal VMA, eigi eftir ađ nýtast til framtíđar í starfi Lycée. Ţessar kynnisferđir kennaranna til landanna sex eru styrktar af Erasmus – styrkjaáćtlun Evrópusambandsins fyrir mennta-, ćskulýđs- og íţróttamál. Hér má sjá lýsingu á ţessu Evrópuverkefni kennaranna í Lycée - á frönsku. Ţeim sem ekki skilja frönskuna skal bent á ađ Google Translate fangar nokkuđ vel meginlínur í verkefninu - hvort sem er á ensku eđa íslensku.

Um margt er skóli Stephanie í Suđur-Frakklandi líkur VMA. Nemendurnir eru ţó íviđ fćrri eđa um 800 en skólinn er, eins og VMA, međ blöndu bóklegs og verklegs náms. En margt segir hún ađ sé ólíkt og ţađ vekur hennar athygli ađ nemendahóparnir í VMA eru mun fámennari en hún á ađ venjast úr sínum skóla ţar sem er nokkuđ algengt ađ allt ađ 35 nemendur séu í bekk. Stephanie segist upplifa ađ nálgun kennara og nemenda sé mun meiri í VMA en hún eigi ađ venjast sem komi vćntanlega til af ţví ađ hér séu nemendahóparnir minni. Eftir ađ hafa upplifađ ţetta fyrirkomulag í VMA segist hún gjarnan vilja sjá mun minni nemendahópa í sínum skóla. Athygli hennar vekur líka ađ meiri ró sé yfir skólastarfinu en í hennar skóla, minni hávađi á göngum o.s.frv. Hér séu skólarnir opnir og fólk geti gengiđ út og inn án sérstakra ráđstafana. Skólinn hennar í Frakklandi sé hins vegar alltaf lćstur og starfsfólk og nemendur hafi ţví ađgangskort ađ honum til ţess ađ komast inn. Ţetta segir hún ađ sé gert til ţess ađ koma í veg fyrir ađ óviđkomandi komi inn í skólann, til dćmis međ tilliti til mögulegrar hryđjuverkaógnar.

Skólaáriđ í Lycée hefst í byrjun september og lýkur í lok júní. Á skólaárinu er samtals tveggja mánađa frí – fyrst tvćr vikur í október, aftur tvćr vikur í kringum jólin, tvćr vikur í lok febrúar og loks tvćr vikur í kringum páskana í apríl.

Stephanie segir afar mikilvćgt ađ fara reglulega í endurskođun á skólastarfinu og ţví séu slíkar heimsóknir mikilvćgar. Heimurinn breytist hratt og fjölmenningarsamfélagiđ stćkki ár frá ári. Í Frakklandi séu margir innflytjendur og ţeir komi víđa ađ – m.a. frá Afríku og Miđ-Austurlöndum, t.d. frá Sýrlandi. Ţetta ţurfi allt ađ hafa í huga í kennslu og skólastarfi. Áskoranirnar séu ţví fjölmargar í skólastarfi nútímans og um margt öđruvísi en ţćr voru fyrir nokkrum árum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00