Fara í efni

Kynning á tölvuleikjahönnun og margmiðlunartækni

Í kvöld, mánudaginn 10. mars kl. 19:00, verður HINT - háskólinn í Norður-Þrændalögum í Noregi - með kynningarfund á námi sínu hér í VMA. Meðal námsbrauta sem skólinn býður upp á er tölvuleikjahönnun og margmiðlunartækni, en hvorug þessara námsbrauta er í boði hér á landi.

Í kvöld, mánudaginn 10. mars, kl. 19:00 verður HINT - háskólinn í Norður-Þrændalögum í Noregi - með kynningarfund á námi sínu hér í VMA.  Meðal námsbrauta sem skólinn býður upp á er tölvuleikjahönnun og margmiðlunartækni, en hvorug þessara námsbrauta er í boði hér á landi.

„Hvorug þeirra námsbrauta sem við leggjum áherslu á að kynna er í boði á háskólastigi á Íslandi. Annars vegar er um að ræða tölvuleikjahönnun en í það nám viljum við gjarnan fá nemendur sem annað hvort eða bæði hafa áhuga á tölvuleikjum eða myndlist. Námið krefst engrar forþekkingar en að því loknu geta nemendur hannað sína eigin tölvuleiki og margir fara til starfa í tölvuleikjaiðnaðinum, þó að möguleikarnir séu óþrjótandi og sumir hafa m.a. snúið sér að gerð ýmiskonar appa, námsefnis og fleira. Hins vegar er um að ræða margmiðlunartækni. Hér er heldur engrar forþekkingar krafist, en tækni- eða myndlistaráhugi gætu verið góðir eiginleikar. Í því námi læra nemendur allt það helsta sem þarf til að fóta sig í síbreytilegum heimi margmiðlunartækni, allt frá vefsíðum, til kvikmynda og hljóðefnis. Hljóðtæknikennarinn okkar, Gregory Curda, hefur margoft verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og teymið hans vann Óskarinn fyrir hljóðvinnuna við The Hunt for Red October. Námið okkar er á bachelor-stigi,“ segir Helga Sigurðardóttir, sem er kennari við skólann.

Hér má sjá heimasíðu skólans og hér er íslensk facebooksíða skólans, þar sem m.a. er hægt að sjá vitnisburð íslenskra nemenda um námið og skólann.