Fara í efni

Kynna nám á sviði skapandi greina

Arts University Bournmouth í Englandi.
Arts University Bournmouth í Englandi.

Annað slagið koma fulltrúar erlendra háskóla í VMA og kynna nám í sínum skólum. Næstkomandi fimmtudag, 22. janúar, verður slík kynning hér í skólanum í M01 kl. 11:45 til 13:05 þegar Hilary Colvay kynnir Arts University Bournemouth í Englandi sem hefur breitt námsframboð á sviði skapandi greina.

Eins og hér má sjá er námið í skólanum mjög fjölbreytt – margmiðlun, hönnun, sviðslistir og margt fleira.

Auk kynningarinnar á Arts University Bournemouth verður íslenska fyrirtækið Lingó með kynningu á sinni starfsemi og þeim fjölmörgu erlendu skólum sem það hefur umboð fyrir hér á landi.