Fara í efni

Kynlíf og klám - fyrirlestur í kvöld fyrir nemendur VMA og MA

Fyrirlesturinn verður í Kvosinni í kvöld kl. 20-22
Fyrirlesturinn verður í Kvosinni í kvöld kl. 20-22

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg, heldur fyrirlestur í kvöld fyrir nemendur beggja framhaldsskólanna á Akureyri, VMA og MA, og er yfirskrift fyrirlestursins Kynlíf og klám. Fyrirlesturinn, sem Ungmennahúsið stendur fyrir í samstarfi við forvarna- og félagsmálaráðgjafa Akureyrarbæjar, verður í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri kl. 20-22.

Sigga Dögg er margreyndur fyrirlesari um þetta málefni og verður fróðlegt að heyra hvað hún hefur að segja um þetta málefni í fyrirlestri sínum í kvöld. 

Aðgangur er ókeypis.