Fara efni  

Kynjafri vinsll fangi

Kynjafri vinsll fangi
Nemendur fanga kynjafri.
Nna vornn er fyrsta skipti boi upp fanga kynjafri VMA undir flagsfradeild. Um rjtu nemendur eru fanganum, en um helmingi fleiri sttu um. Mun frri komust sem sagt a en vildu.

Núna á vorönn er í fyrsta skipti boðið upp á áfanga í kynjafræði í VMA – undir félagsfræðadeild. Um þrjátíu nemendur eru í áfanganum, en um helmingi fleiri sóttu um. Mun færri komust sem sagt að en vildu.

„Ég hugsa að almennt megi segja að þjóðfélags-  og jafnréttisumræðan geri það að verkum að áhuginn á þessu reynist jafn mikill og raun ber vitni. Krakkarnir láta álit sitt vel í ljós og oft og tíðum eru heitar umræður í tímunum um til dæmis jafnréttismál,“ segir Snorri Björnsson, sem kennir þennan áfanga. Á sínum tíma lærði Snorri bókmenntafræði sem aðalgrein og nútímafræði sem aukagrein. Sem stendur er hann í framhaldsnámi í kynjafræði í fjarnámi við HÍ, auk þess að kenna m.a. íslensku og kynjafræði við VMA.

Í áfanganum kemur Snorri víða við. Hann ræðir m.a. um jafnréttissöguna, fjölmiðla og fjölmiðlaumræðu, auglýsingar, kvikmyndir og margt fleira.

„Ég held að sé alveg ljóst að kynjafræðin er komin til að vera hér í VMA og almennt tel ég að ætti að kenna hana í framhaldsskólum, grunnskólum og alveg niður á leikskólastig,“ segir Snorri og bendir á að í nýlegum lögum um framhaldsskóla fái jafnréttismál aukið vægi.

oskarthor@vma.is 


Getum vi btt efni sunnar?
J

VERKMENNTASKLINN AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga fr kl. 08:00 - 15:00, nema fstudaga fr kl 08:00-13:00.