Fara í efni

Kyndilberar gegn kynbundnu ofbeldi

Nemendur og kennarar við Akureyrarkirkju.
Nemendur og kennarar við Akureyrarkirkju.

Í síðustu viku unnu nemendur í uppeldisfræðiáfanga á öðru þrepi með verkefnið 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Í tengslum við verkefnið tóku nemendur þátt í ljósagöngu þann 25. nóvember sl., á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kyndbundnu ofbeldi, sem Zontakonur, Soroptimistar, Jafnréttisstofa og fleiri stóðu fyrir. Gengið var frá Menningarhúsinu Hofi að Akureyrarkirkju.

Síðastliðinn fimmtudag unnu nemendur áfram með verkefnið með því að efna til Kahoot spurningaleiks í Gryfjunni og gáfu súkkulaðidagatöl í vinninga. Síðastliðinn föstudag unnu nemendur síðan áfram með verkefnið með því að safna í skólanum handarförum og uppbyggjandi skilaboðum til þolenda kynbundins ofbeldis.