Fara í efni

Kvöldskólanemar reistu frístundahús

Kvöldskólanemar í húsasmíði hafa nú reist 20 fermetra frístundahús. Unnið verður að frágangi þess ti…
Kvöldskólanemar í húsasmíði hafa nú reist 20 fermetra frístundahús. Unnið verður að frágangi þess til vors.

Nú hefur risið nýtt frístundahús norðan húsakynna byggingadeildar VMA. Það eru nemendur í kvöldskóla í húsasmíði sem byggja húsið.

Í byrjun haustannar hófu dagskólanemar á þriðju önn í húsasmíði byggingu frístundahúss og er óhætt að segja að góður gangur sé í byggingu þess. Og nú hefur annað hús bæst við, 20 fermetra hús sem er byggt í samstarfi byggingadeildar og Húsasmiðjunnar. Allt efni í húsið leggur Húsasmiðjan til en tólf nemendur á annarri önn í kvöldskólanum í húsasmíði byggja húsið og vinna að frágangi þess til loka vorannar. 

Veggir hússins og þak var forsmíðað í húsnæði byggingadeildar en í síðustu viku var komið að því að reisa húsið úti. Það gekk hratt og vel eins og hér má sjá.