Fara í efni  

Húsasmíđin er fyrir lífiđ

Húsasmíđin er fyrir lífiđ
Frá vinstri: Ester María, Agnes og Anna Guđrún.

Er húsasmíđi bara fyrir stráka? Nei, alls ekki – ţađ vilja stelpurnar ţrjár sem nú eru á öđru ári í húsasmíđi í byggingadeild VMA undirstrika. Ţćr segjast allar hafa komist ađ ţví ađ smíđarnar eigi bara ljómandi vel viđ ţćr og ţví sé full ástćđa til ţess ađ hvetja kynsystur ţeirra til ţess ađ skođa međ opnum huga ađ fara í ţetta nám.

Ţćr Anna Guđrún Sveinsdóttir frá Húsavík, Agnes Ólafsdóttir frá Akureyri og Ester María Eiríksdóttir frá Hofsósi ljúka í vor fjórđu önn í námi sínu í húsasmíđi og ađ henni lokinni fara nemendur á námssamning áđur en ţeir koma aftur í skólann og ljúka náminu og fara síđan í sveinspróf. Eins og komiđ hefur fram er bygging sumarbústađar stóra verkefni nemenda á ţriđju og fjórđu önn, afar lćrdómsríkt og gott verkefni fyrir nemendur.

Anna Guđrún er elst ţeirra ţriggja, fćdd 1991. Hún lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Laugum áriđ 2011 og hefur síđan veriđ í ýmsum störfum, ekki síst í umönnunargeiranum. Hún segir ađ sig hafi langađ til ţess ađ fara nýja og óţekkta slóđ og ţví hafi hún valiđ húsasmíđina. Reyndar má kannski segja ađ smíđagenin séu ekki langt undan ţví afi hennar, fađir hennar og bróđir eru allir smiđir. Eftir fyrsta áriđ í grunndeildinni í VMA fór Anna Guđrún ađ smíđa hjá BB Byggingum á Akureyri, var ţar síđasta sumar og vinnur ţar í vetur eins og hún getur međ skólanum.

Agnes Ólafsdóttir segist ekki hafa haft áhuga á ţví ađ fara í hreint bóknám eftir grunnskóla. Hún hafi horft til ţess ađ lćra pípulagnir en ţađ nám hafi ekki stađiđ henni til bođa ţegar hún var komin á framhaldsskólaaldur og ţví hafi hún fariđ í smíđarnar. Vel geti svo fariđ ađ hún taki pípulagnirnar síđar, verđi ţađ nám í bođi.

Ester María Eiríksdóttir segir ađ hún hafi alltaf haft í huga ađ ljúka stúdentsprófi en ekki vitađ hvađ viđ tćki eftir ţađ. Ţegar hún hafi kynnt sér smíđanámiđ hafi áhuginn kviknađ vegna ţess ađ hún hafi alltaf haft áhuga á ađ skapa eitthvađ sjálf. Í VMA geti hún slegiđ tvćr flugur í einu höggi, ađ taka stúdentsprófiđ og ljúka starfsréttindum í húsasmíđi. Nú ţegar sé hún komin vel á veg međ stúdentsprófiđ, samhliđa smíđanáminu. Ađ loknu ţessu skólaári taki viđ verknám, hún sé ţegar komin á námssamning heima á Hofsósi og muni einbeita sér ađ smíđunum ţar nćstu misseri. Samhliđa hyggist hún ljúka í fjarnámi ţeim áföngum til stúdentsprófs sem hún eigi ólokiđ. Ađ námssamningi loknum ćtli hún ađ taka síđustu önnina í smíđanáminu og fara í sveinspróf ađ ţví loknu og jafnframt útskrifast sem stúdent. Ester María fékk á síđasta ári hvatningarverđlaun Kviku og af ţví tilefni var gert um hana myndband sem er á heimasíđu Kviku.

Anna Guđrún segir ađ smíđarnar séu öllum gott veganesti út í lífiđ. Ţó svo ađ ţeir sem nýti ekki ţessa menntun út í atvinnulífinu sé afar dýrmćtt ađ hafa fariđ í gegnum ţetta nám. „Smíđarnar nýtast manni alltaf í lífinu. Námiđ er mjög skemmtilegt og fjölbreytt og ég mćli eindregiđ međ ţví,“ segir hún.

Ţćr segja ađ á vissan hátt hafi húsasmíđanámiđ komiđ ţeim á óvart. Margir ímyndi sér ađ starfinu fylgi mikil átök og ţeir einir geti orđiđ smiđir sem hafi mikinn líkamlegan styrk. „Ţađ er mikill misskilningur,“ segir Ester María, „mín reynsla er sú ađ hugsunin ađ baki ţví sem mađur er ađ gera er mikilvćgari ţáttur í smíđunum en líkamlegur styrkur. „„Ég er sammála ţessu,“ segir Anna Guđrún, „ég hef ekki fundiđ ađ ţađ hái mér neitt í vinnunni ţó ég sé kannski ekki alveg eins sterk og sumir strákarnir sem vinna međ mér.“

Ţćr eru sammála um ađ ţćr kunni ţví vel ađ vinna međ öllum strákunum í byggingadeildinni. „Ţetta er skemmtilegur hópur og viđ erum bara hluti af honum,“ segir Ester María.

Anna Guđrún segir ađ vissulega hafi sumar námsleiđir í framhaldsskóla ţá ímynd ađ ţćr séu fyrst og fremst fyrir stráka og ađrar fyrir stelpur. Vinna ţurfi  gegn ţessu og hún sé međvituđ um mikilvćgi ţess ađ vera fyrirmynd í ţessum efnum og sýna sig í smíđagallanum. Fólk taki greinilega eftir ţví ţegar hún komi í smíđagallanum inn í Bónus. „Ţađ er verk ađ vinna ađ brjóta niđur ţessa múra og umrćđan um ţetta skiptir miklu máli.“  


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00