Fara í efni

Krakkarnir þurfa ekki að hafa áhyggjur

Hörður leiðbeinir nemanda í grunndeildinni.
Hörður leiðbeinir nemanda í grunndeildinni.
Í ljósi þess að að kennsludagar á þessari önn verða sem næst tíu færri en áætlað hafði verið hafa kennarar þuft í flestum tilfellum að gera einhverjar breytingar frá upphaflegri kennsluáætlun. Eins og gengur er mismunandi hversu auðvelt það er, en ekki er annað á kennurum að heyra en að það gangi bærilega vel.

Í ljósi þess að að kennsludagar á þessari önn verða sem næst tíu færri en áætlað hafði verið hafa kennarar þuft í flestum tilfellum að gera einhverjar breytingar frá upphaflegri kennsluáætlun. Eins og gengur er mismunandi hversu auðvelt það er, en ekki er annað á kennurum að heyra en að það gangi bærilega vel.

„Við látum þetta bara ganga upp,“ segir Hörður Óskarsson, brautarstjóri málmiðngreina, þar sem hann var að kenna nemendum í grunndeild málmiðnaðar. „Á þessari önn hafa nemendur í grunndeildinni verið að smíða lítinn bíl og til stóð að hafa annað minna verkefni Til þess að þetta gangi allt saman upp ákváðum við að sleppa þessu minna verkefni og með því móti eigum við að geta haldið tímaáætlun, að teknu tilliti til þeirra fimm kennsludaga sem bætast við,“ sagði Hörður. Hann segir að mæting nemenda hafi verið ágæt þessa tvo fyrstu daga eftir verkfallið og hann hafi ekki vitneskju um nemendur í málmiðnaðardeildinni sem hafi ákveðið að hætta námi vegna kennaraverkfallsins.

„Ég held að krakkarnir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur hjá okkur. Við förum í gegnum þetta með þeim og gerum eins gott úr þessu og hægt er. Eftir sem áður gildir verklegi hlutinn sem krakkarnir hafa verið að vinna að í vetur þrjá fjórðu úr einkunn en síðan er fjórðungur úr einkunn lokapróf í maí þar sem nemendur verða prófaðir í því helsta sem við höfum verið að kenna þeim hér í vetur,“ segir Hörður.