Fara í efni

Kosningar til stjórnar Þórdunu í dag

Frambjóðendur kynna sig á auglýsingatöflu skólans.
Frambjóðendur kynna sig á auglýsingatöflu skólans.
Kosið verður til stjórnar Þórdunu - nemendafélags VMA - í dag, fimmtudaginn 18. apríl. Kjörfundur hefst kl. 09.00 í Gryfjunni og verður kosið í allan dag. Atkvæði verða talin strax að kjörfundi loknum.
Kosið verður til stjórnar Þórdunu - nemendafélags VMA - í dag, fimmtudaginn 18. apríl. Kjörfundur hefst kl. 09.00 í Gryfjunni og verður kosið í allan dag. Kosningarétt hafa allir félagsmenn í Þórdunu. Atkvæði verða talin strax að kjörfundi loknum. 
 
Í kjöri eru:
 
Formaður: 
Engilbert H. Kolbeinsson – Íþróttabraut
Hólmfríður L. Birgisdóttir – Viðskipta- og hagfræðibraut

Varaformaður:
Þorvaldur Már Sigursteinsson - Viðskiptabraut

Gjaldkeri:
Hólmfríður Brynja Heimisdóttir – Viðskipta- og hagfræðibraut

Ritari:
Stefanía Tara Þrastardóttir - Félagsfræðabraut

Skemmtanastjóri:
Kristinn Örn Magnússon - Húsgagnasmíði

Eignastjóri:
Hinrik Svansson - Rafvirkjun
 
Kynningarfulltrúi:
Elísabet Ósk Magnúsdóttir - Félagsfræðabraut

Hagsmunaráð (tvær stöður):
Ásgeir Andri Adamsson – Náttúrufræðabraut
Margrét Árnadóttir - Viðskipta- og hagfræðibraut
 
Í lögum Þórdunu kemur fram að til þess að kosning sé gild skuli að minnsta kosti 30% Þórdunu-félaga greiða atkvæði. Orðrétt segir í lögunum: "Ef ske kynni að aðeins einn frambjóðandi bjóði sig fram í tiltekið embætti verður hann að hljóta að minnsta kosti 50% greiddra atkvæða."
Jónas Kári Eiríksson, fráfarandi formaður Þórdunu, segir að atkvæði verði talin strax að loknum kjörfundi og er þess vænst að úrslit verði ljós í kvöld.