Fara í efni

Kosningar Þórdunu í næstu viku - framboðsfrestur rennur út annað kvöld

Kosið verður í gegnum Innu 26. og 27. apríl.
Kosið verður í gegnum Innu 26. og 27. apríl.

Eitt af vorverkunum í félagslífinu í VMA er að kjósa nýja stjórn nemendafélagsins Þórdunu, stjórn Leikfélags VMA og formann Stuttmyndafélagsins Æsis. Og nú er komið að því. Auglýst er eftir framboðum til embætta í félögunum þremur fyrir næsta skólaár. Frestur til að bjóða sig fram rennur út á miðnætti annað kvöld, á sumardaginn fyrsta. Framboðum, þar sem komi fram nafn viðkomandi, símanúmer og til hvaða embættis framboðið er, skal skila til Péturs Guðjónssonar viðburðastjóra VMA á netfangið petur@vma.is eigi síðar en á miðnætti annað kvöld.

Í stjórn nemendafélagsins Þórdunu er óskað eftir framboðum í eftirtalin embætti:

Formaður
Varaformaður
Gjaldkeri
Ritari
Skemmtanastjóri
Eignastjóri
Kynningarfulltrúi
Formaður hagsmunaráðs

Embættin sem um ræðir í Leikfélagi VMA eru:

Formaður
Varaformaður
Fjármálastjóri
Markaðsstjóri
Meðstjórnandi

Auk þess er óskað eftir framboðum til formanns Stuttmyndafélagsins Æsis.

Sem fyrr segir rennur framboðsfrestur út á miðnætti annað kvöld, 21. apríl. Kosningarnar verða í næstu viku, nánar tiltekið þriðjudaginn 26. apríl og miðvikudaginn 27. apríl.