Fara í efni

Kepptu í málmsuðu í VMA

Tólf málmsuðumenn kepptu að þessu sinni.
Tólf málmsuðumenn kepptu að þessu sinni.

Síðastliðinn föstudag var haldinn fyrri hluti Íslandsmóts í málmsuðu í húsakynnum málmiðnbrautar VMA og mættu tólf keppendur til leiks. Síðari hluti keppninnar verður í Reykjavík um næstu helgi og í kjölfar hennar verður krýndur Íslandsmeistari í málmsuðu 2018. Keppt var í TIG-suðu, MAG-suðu, pinnasuðu og logsuðu. Þrír efstu í hverjum flokki unnu til verðlauna og síðan taldi samanlagður árangur til Norðurlandsmeistaratitils í málmsuðu árið 2018. Til þess sæmdartitils vann Arnar Freyr Gunnarsson stálsmíðameistari í Norðurstáli á Akureyri.

Keppendur í málmsuðukeppninni að þessu sinni voru:

Andre Sandö, Útrás
Valur Freyr Sveinsson, nemandi í VMA
Agnar Ólafsson, Vinnuv. Ólafs Halldórssonar
Aron Haraldsson, N-Hansen
Ögri Harðarson, nemandi í VMA
Örn Arnarsson, nemandi í VMA
Rafnar Berg Agnarsson, Vélsmiðjan Grímur
Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson, nemandi í VMA
Arnar Freyr Gunnarsson, Norðurstál
Adam Snær Atlason, Slippurinn
Víðir Orri Hauksson, Slippurinn
Jóhann Sigurðsson, Slippurinn

Í ár er Íslandsmótið í málmsuðu haldið í 25. skipti en fyrir því stendur Málmsuðufélag Íslands. Sigurjón Jónsson formaður félagsins mætti í VMA til þess að stýra keppninni. Hann sagði þetta ávallt skemmtilegan þátt í starfi félagsins, fyrst og fremst væri þetta til gamans gert en einnig væri gaman fyrir keppendur að bera sig saman við aðra í faginu. Í þriðja lagi væri keppnin haldin með það í huga að vekja athygli á og efla málmsuðu í landinu.

Stykkin sem keppendur suðu saman voru sjónmetin en suðustykki þeirra efstu í hverjum flokki eru send suður til röntgenmyndatöku og verða í pottinum í  keppninni til Íslandsmeistara um næstu helgi.

Úrslit í keppninni í VMA urðu sem hér segir:

MAG-suða:

 1. Andre Sandö
 2. Arnar Freyr Gunnarsson
 3. Rafnar Berg Agnarsson

Pinnasuða:

 1. Adam Snær Atlason
 2. Arnar Freyr Gunnarsson
 3. Andre Sandö

TIG-suða:

 1. Arnar Freyr Gunnarsson
 2. Andre Sandö
 3. Ögri Harðarson

Logsuða:

 1. Arnar Freyr Gunnarsson
 2. Víðir Orri Hauksson
 3. Ögri Harðarson

Samanlagt – Norðurlandsmeistari í málmsuðu 2018:

 1. Arnar Freyr Gunnarsson
 2. Andre Sandö
 3. Ögri Harðarson

Liða-/fyrirtækjakeppni:

1-2 Slippurinn
2-3 VMA

Verðlaun voru afhent síðdegis sl. föstudag í húsakynnum Straumrásar. Það fyrirtæki styrkti keppnina með rausnarlegum hætti, bauð til lokahófsins og gaf  verðlaun fyrir allar suður. Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri veitti verðlaun í liða-/fyrirtækjakeppni.

Aðrir styrktaraðilar keppninnar voru VMA, JAK ehf., G Arason ehf. og Ferro Zink.

Hörður Óskarsson tók þessar myndir í lokahófinu.