Fara í efni

Kennsla óbreytt í bóklegum áföngum - engin staðkennsla mánudaginn 2. nóvember

Ný reglugerð um skólastarf er enn í vinnslu. Í ljósi þess hafa stjórnendur tekið þá ákvörðun að skólastarf verði með eftirfarandi hætti á morgun, mánudaginn 2. nóvember: 

  • Áfangar sem þegar eru komnir í fjarkennslu halda sínu striki samkvæmt skipulagi.
  • Ekkert staðnám verður á morgun, mánudaginn 2. nóvember, í verklegum greinum, listnámi, á starfsbraut og brautarbrú.
  • Í áföngum sem hafa verið í staðkennslu í list- og verknámi, munu kennarar senda nemendum tölvupóst með upplýsingum um hvort það verði tími í gegnum fjarkennslu á morgun eða alveg kennslufall. Fylgist vel með tölvupósti ykkar strax kl. 8 í fyrramálið.
  • Skrifstofa skólans verður opin á morgun.
  • Einungis verður hægt að koma inn í skólann um inngang að austan (þar sem styttan af Þór er).
  • Bókasafnið verður lokað á morgun.
  • Stoðþjónusta er óbreytt en verður með rafrænum hætti.
  • Hægt er að hafa samband við sviðsstjóra og náms- og starfsráðgjafa með tölvupósti (sjá á heimasíðu).
  • Búið er að taka þá ákvörðun að engin skrifleg lokapróf í húsnæði VMA muni fara fram í desember. Engu að síður geta verið lokapróf í áföngum í gegnum kennsluvefi og munu kennarar tilkynna nemendum á næstunni hvort og hvernig námsmat áfanga breytist.

Það kemur svo í ljós vonandi seinnipartinn á morgun, mánudag, hvernig skólahaldi verður háttað út önnina. Áhersla menntamálaráðherra og okkar í VMA er sú að geta haldið úti sem mestu skólastarfi í staðkennslu, en á sama tíma gert allt sem í okkar valdi er til að hafa skólastarfið með sem öruggustum hætti.

Allar okkar ákvarðanir eru teknar með hliðsjón af námi og framtíð nemenda. Nemendur VMA eiga miklar þakkir skilið fyrir jákvæðni og að takast á við námið sitt með gjörbreyttum hætti. Þá hafa nemendur tekið virkan þátt í sóttvörnum og farið eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Höldum áfram á þessari leið saman.


Sigríður Huld
Skólameistari VMA.

-English-

At this time it is still uncertain what impact a new regulation will have on our on-site classes.
There will be no on-site classes tomorrow (Monday 2. November) and no classes at Brautabrú and Starfsbraut. Teachers will send e-mail to their students tomorrow. We thus ask students and their guardians to check their e-mail/Inna tomorrow morning.
What will be after tomorrow is still uncertain but hopefully we can keep on with our on-site classes but it will probable be in a different way.