Fara í efni

Kennsla hefst í dag

Tíminn líður og hafin er vorönn 2026. Kennsla hefst í dag samkvæmt stundaskrá.

Á vorönn verða um 950 nemendur í dagskóla en heildarfjöldi nemenda er vel á tólfta hundrað. Samtals eru nýir nemendur og endurinnritaðir, sem hefja nám að nýju eftir hlé, ríflega eitthundrað og deilast þeir á fjórtán námsbrautir.

Núna hefja nýir námshópar nám á þremur starfsnámsbrautum, múraraiðn, pípulögnum og matreiðslu. Einnig verður námshópur á lokaönn í húsasmíði.

Ef horft er til kynjahlutfalls nemenda í VMA kemur í ljós að karlar eru í miklum meirihluta eða 65%. Þetta hlutfall rímar við ýmsa aðra verknámsskóla en er þveröfugt við það sem er í bóknámsskólunum þar sem konur eru í miklum meirihluta nemenda. Ríflega 95% nemenda VMA eru með íslenskt ríkisfang en tæp 5% eru af erlendum uppruna.