Fara í efni

Kennsla hafin í VMA

Nýnemar í Gryfjunni í morgun.
Nýnemar í Gryfjunni í morgun.
Kennsla hófst í morgun í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nýnemar voru mættir í skólann klukkan 08:30 í morgun í Gryfjuna, aðalsal skólans, þar sem Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, og Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari, ræddu við þá og síðan fóru nemendur með umsjónarkennurum sínum út í stofur þar sem þeir fengu ýmsar gagnlegar upplýsingar um starf skólans og námið í vetur.

Kennsla hófst í morgun í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nýnemar voru mættir í skólann klukkan 08:30 í morgun í Gryfjuna, aðalsal skólans, þar sem Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari, og Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari, ræddu við þá og síðan fóru nemendur með umsjónarkennurum sínum út í stofur þar sem þeir fengu ýmsar gagnlegar upplýsingar um starf skólans og námið í vetur.

Klukkan 10:00 mættu síðan eldri nemendur til fyrstu kennslustundar og þar með hófst hið formlega skólastarf. Um 1200 nemendur eru skráðir í dagskóla í VMA á haustönn og þar við bætast fjarnemendur en skráning í fjarnám er í fullum gangi og vert er að hvetja alla þá sem ætla að stunda fjarnám á haustönn að skrá sig sem allra fyrst. Kennsla fjarnámsnemenda hefst 5. september nk.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun þegar nýnemar mættu í fyrsta skipti í VMA.